Handbolti

Kári skoraði tvö í góðum útisigri

Kári Kristján.
Kári Kristján.
Íslendingaliðið Wetzlar skaust upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið vann sterkan útisigur, 24-26, á Magdeburg.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar en Fannar Friðgeirsson náði ekki að skora fyrir framan landsliðsþjálfarann, Aron Kristjánsson, sem var á meðal áhorfenda.

Björgvin Páll Gústavsson gat ekki leikið með Magdeburg vegna veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×