Handbolti

Valtað yfir Guðmund Árna og félaga

Guðmundur Árni Ólafsson og félgar í danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg steinlágu, 31-23, gegn slóvenska liðinu Gorenje Velenje í Meistaradeildinni í kvöld.

Slóvenska liðið var mun sterkara allan tímann og leiddi í hálfleik 14-8.

Guðmundur Árni lék ekkert í fyrri hálfleik en kom inn af bekknum í þeim síðari og skoraði þrjú góð mörk.

Bjerringbro er eð tvö stig eftir fjóra leiki í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×