Handbolti

Guðmundur á lista yfir mögulega arftaka Wilbek

Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, er í dag orðaður við danska landsliðið og formaður danska handknattleikssambandsins staðfestir að Guðmundur sé á lista yfir mögulega arftaka Ulrik Wilbek.

Wilbek mun líkast til hætta með danska landsliðið eftir EM 2014 en það mót verður haldið í Danmörku. Samningur Guðmundar við Rhein-Neckar Löwen rennur einnig út árið 2014.

"Við erum að skoða landslagið. Guðmundur er á lista hjá okkur enda spennandi þjálfari," sagði Carsten Grönmann Larsen, formaður danska handknattleikssambandsins.

Larsen vildi þó ekki upplýsa hvort hann væri búinn að hafa samband við Guðmund vegna starfsins.

Guðmundur þekkir vel til í danska boltanum eftir að hafa þjálfað hjá GOG og verið íþróttastjóri AG á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×