Innlent

Vill kláf upp Esjuna

Kistufell, Esjan.
Kistufell, Esjan.
„Það er bráðnauðsynlegt að eiga drauma," svarar Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag en þar ræddi hann grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag þar sem hann viðraði nýstárlegar hugmyndir um útivistasvæði fjalla nærri höfuðborginni.

Þannig vill Sigurður reisa kláf sem gæti flutt ferðamenn upp Kistufellið á Esjunni og þar tæki á móti þeim veitingastaður með myndarlegri verönd þar sem hægt væri að fá sér kaffi og horfa yfir höfuðborgarsvæðið.

„Nú kann ég ekki að reikna út neitt hvað þetta varðar, en ég veit að svona kláfar taka einhverja tugi manna," segir Sigurður sem hefur þó ekki hug á því að standa straum af því að reisa svona kláfar sjálfur. Féð hans myndi ekki hrökkva til.

„Ég hefði kannski betur skotið þessari hugmynd að á uppgangstímunum á undangegnum árum, þegar uppbyggingin var hvað mest," segir Sigurður um þessa nýstárlegu og ágætu hugmynd.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×