Áfram eilífðarsmáblóm! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Á öskudaginn kvað við nýjan tón þegar æska landsins þrammaði hásyngjandi fram hjá eldhúsglugganum hjá mér. Eða eiginlega eldgamlan. Ég átti von á Bjarnastaðabeljunum, þrautreyndum þjóðsöng öskudagsins síðan elstu menn og konur muna, nú eða kannski Krummi krunkar úti, Maístjörnunni, eða Stattu upp með Bláum ópal. En þetta var ekkert af opinberum tónlista þess eina dags ársins þegar börn fá hið dýrmæta tækifæri til að verða sér úti um sælgæti í sekkjavís með því að hefja upp raust sína og láta í sér heyra. Fyrst heyrði ég ekki orða skil en fljótlega greindi ég eitt eilífðarsmáblóm. Af öllum lögunum sem hægt er að syngja fyrir sælgæti á öskudaginn höfðu þessi börn valið að syngja þjóðsönginn, þennan þjóðsöng sem þykir jafnómögulegur til söngs, hvort sem er á íþróttalandsleikjum eða þjóðhátíðardögum, með sínum torræða texta og ómögulega tónsviði. Þjóðsönginn sem er eiginlega bara „ekki hægt" að syngja nema með margra ára þjálfun og góðfúslegu opinberu leyfi, enda hefur hann löngum verið talinn algerlega gagnslaus í því hlutverki góðra þjóðsöngva að efla samstöðu og kveikja kraft. Ég komst reyndar að því seinna um daginn að hamborgarastaður einn hafði auglýst að þau börn sem syngju þjóðsönginn á öskudaginn fengju hamborgara og franskar að launum. Það var því ekki tóm ættjarðarást sem kallaði sólkerfi himnanna fram á varir barnanna í hverfinu mínu heldur vonin um annars konar sólkerfi á vör, hnýtt úr nautakjöti, hveitibrauði og djúpsteiktum jarðeplum. En þar sem þau sungu úti á miðri götu og æfðu tónlistir sínar í miðju íbúðahverfi var enginn til að gefa þeim hamborgara eða sælgæti. Þau sungu bara af öllum lífs og sálar kröftum og hjartans lyst og list. Var aðalhvatinn löngun í eitthvað veraldlegt og bragðgott? Kannski. Hefðu þessi börn sungið þennan söng án þess hvata sem verðlaunin voru? Kannski ekki. Aðalmálið er að það er hægt að læra þjóðsönginn. Hægt að læra Ó guð vors lands á mettíma og syngja opinberlega hvar og hvenær sem er, ekki bara í miðjum spariklæddum kór í Hörpu heldur líka utandyra, í búningi með áhorfendur. Á næsta landsleik skulum við því hætta þessu væli og syngja bara almennilega og öll saman. Og hættum svo að tala um að hitt og þetta hafi alltaf verið einhvern veginn og það sé bara ómögulegt að breyta því. Það er allt hægt. Áfram eilífðarsmáblóm! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Á öskudaginn kvað við nýjan tón þegar æska landsins þrammaði hásyngjandi fram hjá eldhúsglugganum hjá mér. Eða eiginlega eldgamlan. Ég átti von á Bjarnastaðabeljunum, þrautreyndum þjóðsöng öskudagsins síðan elstu menn og konur muna, nú eða kannski Krummi krunkar úti, Maístjörnunni, eða Stattu upp með Bláum ópal. En þetta var ekkert af opinberum tónlista þess eina dags ársins þegar börn fá hið dýrmæta tækifæri til að verða sér úti um sælgæti í sekkjavís með því að hefja upp raust sína og láta í sér heyra. Fyrst heyrði ég ekki orða skil en fljótlega greindi ég eitt eilífðarsmáblóm. Af öllum lögunum sem hægt er að syngja fyrir sælgæti á öskudaginn höfðu þessi börn valið að syngja þjóðsönginn, þennan þjóðsöng sem þykir jafnómögulegur til söngs, hvort sem er á íþróttalandsleikjum eða þjóðhátíðardögum, með sínum torræða texta og ómögulega tónsviði. Þjóðsönginn sem er eiginlega bara „ekki hægt" að syngja nema með margra ára þjálfun og góðfúslegu opinberu leyfi, enda hefur hann löngum verið talinn algerlega gagnslaus í því hlutverki góðra þjóðsöngva að efla samstöðu og kveikja kraft. Ég komst reyndar að því seinna um daginn að hamborgarastaður einn hafði auglýst að þau börn sem syngju þjóðsönginn á öskudaginn fengju hamborgara og franskar að launum. Það var því ekki tóm ættjarðarást sem kallaði sólkerfi himnanna fram á varir barnanna í hverfinu mínu heldur vonin um annars konar sólkerfi á vör, hnýtt úr nautakjöti, hveitibrauði og djúpsteiktum jarðeplum. En þar sem þau sungu úti á miðri götu og æfðu tónlistir sínar í miðju íbúðahverfi var enginn til að gefa þeim hamborgara eða sælgæti. Þau sungu bara af öllum lífs og sálar kröftum og hjartans lyst og list. Var aðalhvatinn löngun í eitthvað veraldlegt og bragðgott? Kannski. Hefðu þessi börn sungið þennan söng án þess hvata sem verðlaunin voru? Kannski ekki. Aðalmálið er að það er hægt að læra þjóðsönginn. Hægt að læra Ó guð vors lands á mettíma og syngja opinberlega hvar og hvenær sem er, ekki bara í miðjum spariklæddum kór í Hörpu heldur líka utandyra, í búningi með áhorfendur. Á næsta landsleik skulum við því hætta þessu væli og syngja bara almennilega og öll saman. Og hættum svo að tala um að hitt og þetta hafi alltaf verið einhvern veginn og það sé bara ómögulegt að breyta því. Það er allt hægt. Áfram eilífðarsmáblóm!
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun