Viðskipti innlent

Fasteignaverð fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt nýrri mælingu Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,9 prósent í júlí.

Hækkuðu íbúðir í fjölbýli mun meira, eða um 1,2 prósent, en íbúðir í sérbýli stóðu nánast í stað. Á tólf mánuðum hefur íbúðaverð á öllu landinu hækkað um 3,5 prósent en mun meira á höfuðborgarsvæðinu, eða 7,3 prósent að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Að teknu tilliti til verðbólgu er raunhækkunin tvö og hálft prósent. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er að nálgast það sem hún var fyrir fall bankanna, en það er þó miðað við nafnverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×