Aron Pálmarsson og Daninn Mikkel Hansen deila efsta sætinu þegar kemur að því að búa til flest mörk á Ólympíuleikunum í London. Báðir komu þeir að 48 mörkum sinna liða í riðlakeppni Ólympíuleikanna eða 9,6 að meðaltali í leik. Aron skoraði meira en Mikkel gaf fleiri stoðsendingar.
Aron skoraði 30 mörk og gaf 18 stoðsendingar í fimm leikjum íslenska liðsins en hann er í 4. sæti yfir skoruð mörk og í 6. sæti yfir flestar stoðsendingar.
Mikkel Hansen skoraði 24 mörk og gaf 25 stoðsendingar í fimm leikjum Dana en hann er í 8. sæti yfir markahæstu menn og í 3. sæti yfir flestar stoðsendingar.
Guðjón Valur Sigurðsson (6. sæti) og Ólafur Stefánsson (15. sæti) komust báðir inn á topp tuttugu og Alexander Petersson er síðan í 28. sæti listans.
Flest sköpuð mörk í riðlakeppni Ólympíuleikanna 2012:
1. Aron Pálmarsson, Íslandi 48
(30 mörk + 18 stoðsendingar)
1. Mikkel Hansen, Danmörku 48
(24 mörk + 24 stoðsendingar)
3. Domagoj Duvnjak, Króatíu 46
(22 mörk + 24 stoðsendingar)
3. Nikola Karabatic, Frakklandi 46
(21 mark + 25 stoðsendingar)
5. Daniel Narcisse, Frakklandi 44
(23 mörk + 21 stoðsending)
6. Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi 42
(36 mörk + 6 stoðsendingar)
6. Kim Andersson, Svíþjóð 42
(17 mörk + 25 stoðsendingar)
8. Jae Woo Lee, Suður-Kóreu 41
(24 mörk + 17 stoðsendingar)
9. Jerome Fernandez, Frakklandi 39
(24 mörk + 15 stoðsendingar)
9. Ivan Cupic, Krótaíu 39
(33 mörk + 6 stoðsendingar)
9. Gabor Csaszar, Ungverjalandi 39
(27 mörk + 12 stoðsendingar)
12. Niclas Ekberg, Svíþjóð 37
(34 mörk + 3 stoðsendingar)
12. Steven Larsson, Bretlandi 37
(26 mörk + 11 stoðsendingar)
12. Diego Esteban Simonet, Argentínu 37
(21 mark + 16 stoðsendingar)
15. Ólafur Stefánsson, Íslandi 36
(21 mörk + 15 stoðsendingar)
Aron og Mikkel hættulegastir á Ólympíuleikunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



