Enginn betri en Þórir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 13. ágúst 2012 08:00 Þórir Hergeirsson fagnar í leikslok eftir að stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta voru orðnar ólympíumeistarar. Mynd/Valli Norska kvennalandsliðið í handbolta er nú ríkjandi heims-, Evrópu- og ólympíumeistari eftir sigur liðsins á Svartfjallalandi, 26-23, í úrslitaleik handboltakeppninnar á leikunum í London um helgina. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en þrátt fyrir að liðið hafi átt ótrúlegri velgengni að fagna á síðustu áratugum (21 verðlaun á stórmótum, þar af níu gull) er þetta í fyrsta sinn sem liðið er handhafi allra titlanna samtímis. Þórir var áður aðstoðarþjálfari Marit Breivik í átta ár áður en hann tók við liðinu árið 2009. Misstum aldrei trúna„Það er gott að spila fyrir Þóri enda er hann góður þjálfari," sagði hornamaðurinn Camilla Herrem við Fréttablaðið eftir leikinn, með gullið um hálsinn. „Hann fékk mikla gagnrýni á sig á meðan mótinu stóð en hann sýndi núna öllum Norðmönnum að hann er sá besti í faginu." Norska liðinu gekk illa í upphafi mótsins og endaði í fjórða sæti síns riðils. En eftir sigur á Brasilíu í fjórðungsúrslitum hefur liðið sýnt allar sínar bestu hliðar. „Við misstum aldrei trúna, allra síst Þórir. Við höfum alltaf stutt hann – sama hvað aðrir hafa sagt," bætti Herrem við. Sjálfur var Þórir yfirvegunin uppmáluð á meðan úrslitaleiknum stóð, sem og eftir hann þegar sigurinn var í höfn. „Þórir er alltaf mjög rólegur í leikjunum og það hentar okkur fullkomnlega. Við gætum aldrei verið með rússneskan þjálfara," sagði Herrem og hló. Lítil auðmýkt og miklar kröfurÞórir sagði sjálfur að leiðin að gullinu hafi verið erfið og að hann sé afar stoltur af leikmönnum og sínu samstarfsfólki. „Við vorum lengi að koma lykilmönnum í gang og þess fyrir utan eru geysilega miklar væntingar gerðar til liðsins. Það er lítið um auðmýkt í kringum okkur en mikið um kröfur," sagði Þórir. „En það er góður andi í liðinu og starfsteyminu. Það gerði það að verkum að við náðum að finna okkar gildi og aðferðir sem við viljum nota í móti sem þessu." Áskoranir hvetja mig áframÞórir er nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við norska handboltasambandið og fer því fljótlega að huga að því að byggja upp nýtt lið til framtíðar. „Auðvitað er maður algjör vitleysingur að skrifa undir svona lagað eftir þennan árangur," sagði hann í léttum dúr. „En ég hef mjög gaman af starfinu, bæði að vinna með þessum leikmönnum og sambandi sem hefur mikinn metnað og setur liðinu stór markmið. Það hvetur mann áfram enda er ég þannig gerður að ég nýt mín best þegar ég þarf að takast á við miklar áskoranir." Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta er nú ríkjandi heims-, Evrópu- og ólympíumeistari eftir sigur liðsins á Svartfjallalandi, 26-23, í úrslitaleik handboltakeppninnar á leikunum í London um helgina. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en þrátt fyrir að liðið hafi átt ótrúlegri velgengni að fagna á síðustu áratugum (21 verðlaun á stórmótum, þar af níu gull) er þetta í fyrsta sinn sem liðið er handhafi allra titlanna samtímis. Þórir var áður aðstoðarþjálfari Marit Breivik í átta ár áður en hann tók við liðinu árið 2009. Misstum aldrei trúna„Það er gott að spila fyrir Þóri enda er hann góður þjálfari," sagði hornamaðurinn Camilla Herrem við Fréttablaðið eftir leikinn, með gullið um hálsinn. „Hann fékk mikla gagnrýni á sig á meðan mótinu stóð en hann sýndi núna öllum Norðmönnum að hann er sá besti í faginu." Norska liðinu gekk illa í upphafi mótsins og endaði í fjórða sæti síns riðils. En eftir sigur á Brasilíu í fjórðungsúrslitum hefur liðið sýnt allar sínar bestu hliðar. „Við misstum aldrei trúna, allra síst Þórir. Við höfum alltaf stutt hann – sama hvað aðrir hafa sagt," bætti Herrem við. Sjálfur var Þórir yfirvegunin uppmáluð á meðan úrslitaleiknum stóð, sem og eftir hann þegar sigurinn var í höfn. „Þórir er alltaf mjög rólegur í leikjunum og það hentar okkur fullkomnlega. Við gætum aldrei verið með rússneskan þjálfara," sagði Herrem og hló. Lítil auðmýkt og miklar kröfurÞórir sagði sjálfur að leiðin að gullinu hafi verið erfið og að hann sé afar stoltur af leikmönnum og sínu samstarfsfólki. „Við vorum lengi að koma lykilmönnum í gang og þess fyrir utan eru geysilega miklar væntingar gerðar til liðsins. Það er lítið um auðmýkt í kringum okkur en mikið um kröfur," sagði Þórir. „En það er góður andi í liðinu og starfsteyminu. Það gerði það að verkum að við náðum að finna okkar gildi og aðferðir sem við viljum nota í móti sem þessu." Áskoranir hvetja mig áframÞórir er nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við norska handboltasambandið og fer því fljótlega að huga að því að byggja upp nýtt lið til framtíðar. „Auðvitað er maður algjör vitleysingur að skrifa undir svona lagað eftir þennan árangur," sagði hann í léttum dúr. „En ég hef mjög gaman af starfinu, bæði að vinna með þessum leikmönnum og sambandi sem hefur mikinn metnað og setur liðinu stór markmið. Það hvetur mann áfram enda er ég þannig gerður að ég nýt mín best þegar ég þarf að takast á við miklar áskoranir."
Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira