Þjálfarinn er ekkert smeykur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2012 06:00 Íslensku stelpurnar fagna hér 22-21 sigri á Svartfjallalandi í Brasilíu í desember. Mynd/Pjetur Íslenska kvennalandsliðið lenti í erfiðum austantjaldsriðli í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Serbíu frá 4. til 16. desember. Ísland er í riðli með Rúmeníu, Rússlandi, Svartfjallalandi og fer riðill stelpnanna fram í Vrsac eða sama stað og íslenska karlaliðið spilaði á EM í janúar. Með þremur toppþjóðum„Þetta er hrikalega erfiður riðill, það verður að segjast eins og er því við lendum í riðli með þremur algerum toppþjóðum," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, sem var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins áður, en sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu í lok síðasta árs. „Þetta er hörkuriðill og gríðarlega sterkar þjóðir. Það er ótrúlegt að við spiluðum við bæði Rússa og Svartfjallaland á síðustu tveimur stórmótum. Það er furðulegt að við lendum alltaf á móti þeim," segir Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari og Rakel var líka alveg til í að mæta „nýjum" þjóðum. „Það eina sem er kannski fúlt er að vera að lenda alltaf á móti sömu þjóðunum því það væri gaman að fá að spila við hinar þjóðirnar líka," sagði Rakel í léttum tón. Þetta er þriðja stórmót íslensku stelpnanna í röð en þær voru einnig með á EM 2010 og á HM 2011 sem fram fór í Brasilíu. Íslenska kvennalandsliðið ætti vera farið að þekkja lið Svartfjallalands vel því liðið hefur verið með Svartfellingum í riðli á öllum þremur stórumótum sínum. Bara rétt á eftir þeim bestu„Þetta verður hrikalega erfitt og fyrir fram spá spekingar okkur ekki mörgum sigrum en svo framarlega sem við höfum trú á þessu þá er margt sem getur gerst. Við sýndum það alveg síðast þegar við komum vel á óvart í Brasilíu. Við erum bara rétt á eftir þessum bestu þjóðum að mínu mati. Það telur mikið að hafa upplifað þetta á tveimur stórmótum í röð. Þetta er hrikalega erfiður riðill en við förum bjartsýnar á þetta mót með trú á okkur sjálfum," sagði Rakel Dögg en hún stefnir á að vera komin í gott form fyrir EM eftir að hafa slitið krossband rétt fyrir HM í Brasilíu. Ágúst þekkir væntanlega mótherja vel og getur undirbúið liðið vel fyrir mótið. „Við þekkjum ágætlega inn á þessi lið og svo eru Svartfellingar og Rússar líka inni á Ólympíuleikunum í haust. Það á að vera auðvelt að fá efni með þeim og vonandi verðum við í fínu standi í desember," sagði Ágúst og bætti við: „Það hefði verið gaman að spila við Dani en svona er þetta. Þetta eru þjóðir sem spila 6:0 varnarleik og svolítið þungan handbolta en það hentar kvennalandsliðinu ágætlega að spila á móti þessum þjóðum. Ég er ekkert smeykur en ég er klár á því að þetta verður strembið," segir Ágúst. Landi hans Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, gat aftur á móti verið kátur með sinn riðil en Norðmenn eru með Úkraínu, Serbíu og Tékklandi. „Norðmenn fengu langþægilegasta riðilinn og voru mjög heppnir með riðil," sagði Ágúst og Rakel er sammála. „Norðmennirnir fara auðveldlega í gegnum þann riðil," segir Rakel. Þurfa að nýta tímann vel„Það hefði reyndar verið sama í hvaða riðil við hefðum farið í því það er alltaf mjög erfitt að komast upp úr svona riðli á EM. Leikmenn þurfa að nýta tímann vel fram að EM því það er enn langur tími í mótið. Ef leikmennirnir okkar mæta í sínu besta formi þá er engin spurning að við getum hugsanlega komið okkur upp úr riðlinum," sagði Ágúst. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið lenti í erfiðum austantjaldsriðli í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Serbíu frá 4. til 16. desember. Ísland er í riðli með Rúmeníu, Rússlandi, Svartfjallalandi og fer riðill stelpnanna fram í Vrsac eða sama stað og íslenska karlaliðið spilaði á EM í janúar. Með þremur toppþjóðum„Þetta er hrikalega erfiður riðill, það verður að segjast eins og er því við lendum í riðli með þremur algerum toppþjóðum," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, sem var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins áður, en sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu í lok síðasta árs. „Þetta er hörkuriðill og gríðarlega sterkar þjóðir. Það er ótrúlegt að við spiluðum við bæði Rússa og Svartfjallaland á síðustu tveimur stórmótum. Það er furðulegt að við lendum alltaf á móti þeim," segir Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari og Rakel var líka alveg til í að mæta „nýjum" þjóðum. „Það eina sem er kannski fúlt er að vera að lenda alltaf á móti sömu þjóðunum því það væri gaman að fá að spila við hinar þjóðirnar líka," sagði Rakel í léttum tón. Þetta er þriðja stórmót íslensku stelpnanna í röð en þær voru einnig með á EM 2010 og á HM 2011 sem fram fór í Brasilíu. Íslenska kvennalandsliðið ætti vera farið að þekkja lið Svartfjallalands vel því liðið hefur verið með Svartfellingum í riðli á öllum þremur stórumótum sínum. Bara rétt á eftir þeim bestu„Þetta verður hrikalega erfitt og fyrir fram spá spekingar okkur ekki mörgum sigrum en svo framarlega sem við höfum trú á þessu þá er margt sem getur gerst. Við sýndum það alveg síðast þegar við komum vel á óvart í Brasilíu. Við erum bara rétt á eftir þessum bestu þjóðum að mínu mati. Það telur mikið að hafa upplifað þetta á tveimur stórmótum í röð. Þetta er hrikalega erfiður riðill en við förum bjartsýnar á þetta mót með trú á okkur sjálfum," sagði Rakel Dögg en hún stefnir á að vera komin í gott form fyrir EM eftir að hafa slitið krossband rétt fyrir HM í Brasilíu. Ágúst þekkir væntanlega mótherja vel og getur undirbúið liðið vel fyrir mótið. „Við þekkjum ágætlega inn á þessi lið og svo eru Svartfellingar og Rússar líka inni á Ólympíuleikunum í haust. Það á að vera auðvelt að fá efni með þeim og vonandi verðum við í fínu standi í desember," sagði Ágúst og bætti við: „Það hefði verið gaman að spila við Dani en svona er þetta. Þetta eru þjóðir sem spila 6:0 varnarleik og svolítið þungan handbolta en það hentar kvennalandsliðinu ágætlega að spila á móti þessum þjóðum. Ég er ekkert smeykur en ég er klár á því að þetta verður strembið," segir Ágúst. Landi hans Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, gat aftur á móti verið kátur með sinn riðil en Norðmenn eru með Úkraínu, Serbíu og Tékklandi. „Norðmenn fengu langþægilegasta riðilinn og voru mjög heppnir með riðil," sagði Ágúst og Rakel er sammála. „Norðmennirnir fara auðveldlega í gegnum þann riðil," segir Rakel. Þurfa að nýta tímann vel„Það hefði reyndar verið sama í hvaða riðil við hefðum farið í því það er alltaf mjög erfitt að komast upp úr svona riðli á EM. Leikmenn þurfa að nýta tímann vel fram að EM því það er enn langur tími í mótið. Ef leikmennirnir okkar mæta í sínu besta formi þá er engin spurning að við getum hugsanlega komið okkur upp úr riðlinum," sagði Ágúst.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira