Þeir fiska ekki sem kóa Bergsteinn Sigurðsson. skrifar 8. júní 2012 10:00 Einu sinni vann ég á stað þar sem yfirmaðurinn var tuddi. Við erum að tala um hreinræktaðan búra, sem hafði forframast langt umfram hæfileika, menntun og getu í skjóli ættartengsla. Eins og títt er með þessar manngerðir var okkar maður jafnan að drepast úr minnimáttarkennd og hafði horn í síðu þeirra sem stóðu honum framar á einhverju sviði, til dæmis þá sem kunnu á tölvu eða skildu ensku. Mest fóru þó í taugarnar á honum þeir sem sýndu frumkvæði og höfðu hugmyndir sem voru á skjön við hans um hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig. Þá fyrst fannst honum valdi sínu ógnað og fjandinn varð laus. Að hætti eineltisbola með svipu og titil gætti maðurinn sig á því að láta ekki jafnt yfir alla ganga heldur sigtaði suma út til að pönkast meðan aðrir voru í náðinni. Mér er sérstaklega minnisstætt atvik þar sem hann hellti sér yfir samstarfskonu okkar, út af tittlingaskít sem hún bar ekki einu sinni ábyrgð á. Að horfa á aðfarirnar í gegnum glervegginn á skrifstofunni hans var eins og horfa á manneskju fasta í búri með mannýgri górillu. Samt sagði maður ekki neitt. Við vorum meðvirk. Fæst okkar sem þurftum að afplána vinnudaginn undir stjórn þessa manns báru virðingu fyrir honum, sum okkar voru beinlínis hrædd við hann, enda hafði hann lifibrauð fólks í hendi sér. Með því að deila og drottna kom hann í veg fyrir að það myndaðist víðtæk andstaða gegn sér og maður varð dauðhræddur við að svara fyrir sig af ótta við enda atvinnulaus. Það fylgdi því mikill léttir þegar sauðnautið fékk loksins boð yfir á það sem það taldi grænni gresjur og hvarf af sínum pósti. Allt í einu varð aftur gaman að mæta í vinnuna, og minningin um bolann varð fyrst og fremst fóður í gamansögur sagðar honum til háðungar. Því miður rann það ekki uppfyrir mér fyrr en eftir að hann var hættur að það var aldrei ástæða til óttast hann. Í fyrsta lagi var hann allur í kjaftinum og hefði hann í öðru lagi rekið mig hefði mér hvort eð lagst eitthvað annað til. Háttalag útvegsmanna undanfarið minnir mig á þennan mann; þessi ófyrirleitni áróður um að þeir sem vilja hrófla við kvótakerfinu séu veruleikafirrtir hatursmenn einhverrar óskilgreindar landsbyggðar og vilji svipta hana brauðmolunum sem hrökkvi af allsnægtarborði útgerðarinnar. Þegar þessir menn auglýsa að það verði „aldrei sátt án samstarfs" meina þeir: Gerið eins og við segjum og haldið kjafti! Að sundra og hræða, þetta er aðferðafræði tuddans. Hvort hún virkar er hins vegar undir sjálfum okkur komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun
Einu sinni vann ég á stað þar sem yfirmaðurinn var tuddi. Við erum að tala um hreinræktaðan búra, sem hafði forframast langt umfram hæfileika, menntun og getu í skjóli ættartengsla. Eins og títt er með þessar manngerðir var okkar maður jafnan að drepast úr minnimáttarkennd og hafði horn í síðu þeirra sem stóðu honum framar á einhverju sviði, til dæmis þá sem kunnu á tölvu eða skildu ensku. Mest fóru þó í taugarnar á honum þeir sem sýndu frumkvæði og höfðu hugmyndir sem voru á skjön við hans um hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig. Þá fyrst fannst honum valdi sínu ógnað og fjandinn varð laus. Að hætti eineltisbola með svipu og titil gætti maðurinn sig á því að láta ekki jafnt yfir alla ganga heldur sigtaði suma út til að pönkast meðan aðrir voru í náðinni. Mér er sérstaklega minnisstætt atvik þar sem hann hellti sér yfir samstarfskonu okkar, út af tittlingaskít sem hún bar ekki einu sinni ábyrgð á. Að horfa á aðfarirnar í gegnum glervegginn á skrifstofunni hans var eins og horfa á manneskju fasta í búri með mannýgri górillu. Samt sagði maður ekki neitt. Við vorum meðvirk. Fæst okkar sem þurftum að afplána vinnudaginn undir stjórn þessa manns báru virðingu fyrir honum, sum okkar voru beinlínis hrædd við hann, enda hafði hann lifibrauð fólks í hendi sér. Með því að deila og drottna kom hann í veg fyrir að það myndaðist víðtæk andstaða gegn sér og maður varð dauðhræddur við að svara fyrir sig af ótta við enda atvinnulaus. Það fylgdi því mikill léttir þegar sauðnautið fékk loksins boð yfir á það sem það taldi grænni gresjur og hvarf af sínum pósti. Allt í einu varð aftur gaman að mæta í vinnuna, og minningin um bolann varð fyrst og fremst fóður í gamansögur sagðar honum til háðungar. Því miður rann það ekki uppfyrir mér fyrr en eftir að hann var hættur að það var aldrei ástæða til óttast hann. Í fyrsta lagi var hann allur í kjaftinum og hefði hann í öðru lagi rekið mig hefði mér hvort eð lagst eitthvað annað til. Háttalag útvegsmanna undanfarið minnir mig á þennan mann; þessi ófyrirleitni áróður um að þeir sem vilja hrófla við kvótakerfinu séu veruleikafirrtir hatursmenn einhverrar óskilgreindar landsbyggðar og vilji svipta hana brauðmolunum sem hrökkvi af allsnægtarborði útgerðarinnar. Þegar þessir menn auglýsa að það verði „aldrei sátt án samstarfs" meina þeir: Gerið eins og við segjum og haldið kjafti! Að sundra og hræða, þetta er aðferðafræði tuddans. Hvort hún virkar er hins vegar undir sjálfum okkur komið.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun