Innlent

Hægt að hylja mynd af Agli

Viðskiptavinir geta valið á milli tvenns konar límmiða.
Viðskiptavinir geta valið á milli tvenns konar límmiða.
Já hefur látið hanna og framleiða límmiða til að líma á forsíðu símaskrár síðasta árs. Á forsíðunni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlkum í Gerplu. Tilgangur límmiðanna er að gera fólki kleift að líma yfir Egil Einarsson. „Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska," staðfestir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já.Egill hefur verið kærður í tvígang fyrir kynferðisbrot á síðustu mánuðum en niðurstaða í málunum liggur ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×