Endurtekið efni gegn Króötum Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 17. janúar 2012 06:00 Alexander Petersson reynir hér að komast framhjá varnarmanni Króata í leiknum í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm Rétt eins og á HM í Svíþjóð í fyrra varð Ísland að lúta í lægra haldi gegn Króatíu þó svo að strákarnir hafi leitt nánast allan leikinn. Engin uppskera eftir fína frammistöðu. Strákarnir héldu þó ekki haus undir lokin. Fyrri hálfleikur var magnaður hjá íslenska liðinu. Strákarnir voru einbeittir, afslappaðir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum í sókninni. Spiluðu langar sóknir og ekkert óðagot. Sama taktík og Króatar hafa beitt svo lengi með góðum árangri. Jafnræði var með liðunum framan ef en Ísland tók svo frumkvæðið. Strákarnir náðu mest þriggja marka forskoti í hálfleiknum, 13-10, en leiddu með einu, 15-14, þegar blásið var til leikhlés. Mikil spenna og taugastríðið hélt áfram í síðari hálfleik. Íslenska liðið með frumkvæðið en Króatar önduðu ofan í hálsmálið á okkar mönnum. Munurinn var aldrei meiri en tvö mörk. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir komust Króatar yfir í fyrsta skipti síðan í upphafi leiksins, 28-29. Lokamínúturnar voru lélegar, slök skot tekin og grátlegt tap staðreynd. Ef lokamínúturnar eru teknar út var vart veikan blett að finna í íslenska liðinu. Var ekki að sjá að íslenska liðið væri sá höfuðlausi her sem margir óttuðust að yrði staðreyndin með fjarveru Snorra Steins og Ólafs Stefánssonar. Arnór Átlason bar af í íslenska liðinu, skoraði lagleg mörk, lagði upp og var ótrúlega útsjónarsamur í sínum aðgerðum. Guðjón Valur var traustur sem fyrr og skilaði einnig mörkum af vítalínunni þar sem hann er orðinn vítaskytta. Alexander er alltaf öflugur en á meira inni rétt eins og Aron Pálmarsson sem spilaði lengstum vel. Næst á dagskrá eru Norðmenn og ef íslenska liðið leikur álíka vel þar á það góðan möguleika á sigri. Fall er vonandi fararheill. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Rétt eins og á HM í Svíþjóð í fyrra varð Ísland að lúta í lægra haldi gegn Króatíu þó svo að strákarnir hafi leitt nánast allan leikinn. Engin uppskera eftir fína frammistöðu. Strákarnir héldu þó ekki haus undir lokin. Fyrri hálfleikur var magnaður hjá íslenska liðinu. Strákarnir voru einbeittir, afslappaðir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum í sókninni. Spiluðu langar sóknir og ekkert óðagot. Sama taktík og Króatar hafa beitt svo lengi með góðum árangri. Jafnræði var með liðunum framan ef en Ísland tók svo frumkvæðið. Strákarnir náðu mest þriggja marka forskoti í hálfleiknum, 13-10, en leiddu með einu, 15-14, þegar blásið var til leikhlés. Mikil spenna og taugastríðið hélt áfram í síðari hálfleik. Íslenska liðið með frumkvæðið en Króatar önduðu ofan í hálsmálið á okkar mönnum. Munurinn var aldrei meiri en tvö mörk. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir komust Króatar yfir í fyrsta skipti síðan í upphafi leiksins, 28-29. Lokamínúturnar voru lélegar, slök skot tekin og grátlegt tap staðreynd. Ef lokamínúturnar eru teknar út var vart veikan blett að finna í íslenska liðinu. Var ekki að sjá að íslenska liðið væri sá höfuðlausi her sem margir óttuðust að yrði staðreyndin með fjarveru Snorra Steins og Ólafs Stefánssonar. Arnór Átlason bar af í íslenska liðinu, skoraði lagleg mörk, lagði upp og var ótrúlega útsjónarsamur í sínum aðgerðum. Guðjón Valur var traustur sem fyrr og skilaði einnig mörkum af vítalínunni þar sem hann er orðinn vítaskytta. Alexander er alltaf öflugur en á meira inni rétt eins og Aron Pálmarsson sem spilaði lengstum vel. Næst á dagskrá eru Norðmenn og ef íslenska liðið leikur álíka vel þar á það góðan möguleika á sigri. Fall er vonandi fararheill.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni