Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Kristján Hjálmarsson skrifar 19. nóvember 2012 14:48 Við Elliðavatn. Litlar breytingar verða gerðar á veiðinni í vatninu nema að í Hólsá verður eingöngu veitt á flugu. Mynd/Vilhelm "Það verða mjög litlar breytingar gerðar á veiðinni í Elliðavatni nema að í Hólmsá verður eingöngu veitt á flugu. Það verður spennandi að sjá hvernig þróunin verður," segir Ingimundur Bergsson, hjá Veiðikortinu. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Veiðikortið og Veiðifélag Elliðavatns skrifað undir samning til þriggja ára. Elliðavatn verður því undir Veiðikortinu en samningurinn tekur gildi á komandi veiðitímabili og hefst veiði í vatninu Sumardaginn fyrsta 2013. Svæðin sem um ræðir er Elliðavatn, Helluvatn, Hólmsá og Nátthagavatn. Ingimundur segir að veiðin í Elliðavatni hafi verið að breytast á undanförnum árum, nú sé minna um bleikju en fleiri urriðar. "Menn hafa verið að fá fínan urriða þar undanfarin ár," segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu að saurmengun hafi mælst í Elliðavatni. Ingimundur segir að búið sé að koma fyrir mengunina. Hún hafi verið staðbundin og hafi verið rakin til ónýtra tengilagna. "Nú er búið að fyrirbyggja þetta og þessi staður verður undir eftirliti." Veiðikortið mun hækka í verði á næsta ári, fer úr 6 þúsund krónum í 6.900 krónur. "Við héldum í við okkur á síðasta ári en nú verðum við hins vegar að hækka verðið enda hefur Elliðavatn bæst við," segir Ingimundur. Hann segir áskrifendum Veiðikortsins ekki hafa fjölgað undanfarin ár. "Léleg veiði í laxveiðiám hefur ekki skilað sér í fleiri korthöfum. Það eru margir þættir sem spila inn í en það virðist vera sem fréttir af lélegri laxveiði skemmi fyrir allir veiði." Ingimundur er bjartsýnn á að góð veiði verði næsta sumar. "Er það ekki í eðli veiðimanna að vera bjartsýnir. Ég held að öll vötn verði stútfull af fiski og eintóm gleði."kristjan@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði
"Það verða mjög litlar breytingar gerðar á veiðinni í Elliðavatni nema að í Hólmsá verður eingöngu veitt á flugu. Það verður spennandi að sjá hvernig þróunin verður," segir Ingimundur Bergsson, hjá Veiðikortinu. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Veiðikortið og Veiðifélag Elliðavatns skrifað undir samning til þriggja ára. Elliðavatn verður því undir Veiðikortinu en samningurinn tekur gildi á komandi veiðitímabili og hefst veiði í vatninu Sumardaginn fyrsta 2013. Svæðin sem um ræðir er Elliðavatn, Helluvatn, Hólmsá og Nátthagavatn. Ingimundur segir að veiðin í Elliðavatni hafi verið að breytast á undanförnum árum, nú sé minna um bleikju en fleiri urriðar. "Menn hafa verið að fá fínan urriða þar undanfarin ár," segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu að saurmengun hafi mælst í Elliðavatni. Ingimundur segir að búið sé að koma fyrir mengunina. Hún hafi verið staðbundin og hafi verið rakin til ónýtra tengilagna. "Nú er búið að fyrirbyggja þetta og þessi staður verður undir eftirliti." Veiðikortið mun hækka í verði á næsta ári, fer úr 6 þúsund krónum í 6.900 krónur. "Við héldum í við okkur á síðasta ári en nú verðum við hins vegar að hækka verðið enda hefur Elliðavatn bæst við," segir Ingimundur. Hann segir áskrifendum Veiðikortsins ekki hafa fjölgað undanfarin ár. "Léleg veiði í laxveiðiám hefur ekki skilað sér í fleiri korthöfum. Það eru margir þættir sem spila inn í en það virðist vera sem fréttir af lélegri laxveiði skemmi fyrir allir veiði." Ingimundur er bjartsýnn á að góð veiði verði næsta sumar. "Er það ekki í eðli veiðimanna að vera bjartsýnir. Ég held að öll vötn verði stútfull af fiski og eintóm gleði."kristjan@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði