Handbolti

Sverre: Varnarleikurinn mun batna

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Sverre Jakobsson
Sverre Jakobsson Mynd/Vilhelm
Sverre Jakobsson og félagar í íslensku vörninni hafa ekki alveg fundið taktinn og voru arfaslakir lengi vel í Noregsleiknum.

„Samvinnan á milli varnar og markvörslu hefur líka ekki verið alveg nógu góð og við getum betur. Þegar hlutirnir eru ekki að virka þá kemur óöryggi. Við ætlum aldeilis að bæta fyrir okkar frammistöðu gegn Noregi," segir Sverre.

„Það var samt ágætt að ná taktinum í lok Noregsleiksins. Seinni hálfleikur var allt í lagi en fyrri hálfleikur mjög slakur. Við erum duglegir að tala saman og stilla strengina. Þeir verða vonandi rétt stilltir í lokaleik riðilsins. Við eigum mikið inni og getum þetta vel. Þetta mun smella núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×