Laxar og sjóbirtingar streyma upp úr Tungufljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. september 2012 09:15 Bjarnarfoss var gjöfull um helgina. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd. Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði
Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd.
Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði