Viðskipti innlent

Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Svona tengist Ísland umheiminum í gegnum netið.
Svona tengist Ísland umheiminum í gegnum netið.
Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna.

Innanríkisráðuneytið hefur gert þjónustusamning við Farice ehf. á grundvelli almannahagsmuna, en félagið var komið í alvarleg lausafjárvandræði, samkvæmt upplýsingum úr minnisblaði fjármálaráðherra til fjárlaganefndar Alþingis um málið en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Farice ehf. sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu og þurfti hinn 15. apríl sl. að standa skil á 226,5 milljóna króna afborgun af láni, en það fjármagn var ekki handbært. Til að halda fyrirtækinu gangandi þurfti ríkissjóður að hlaupa undir bagga.

Ríkissjóður greiddi því afborgunina af láninu til að tryggja netsamband við útlönd. Í kjölfarið var síðan kveðið að ráðast í gerð þjónustusamnings milli innanríkisráðuneytisins og Farice ehf. til fimm ára, samkvæmt frétt blaðsins. Innanríkisráðherra segir samninginn kosta ríkissjóð 355 milljónir króna á þessu ári.

Ekki hefur náðst í Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóra Farice í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×