Handbolti

Slóvakar náðu jafntefli á móti Serbum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Serbar náðu ekki að vinna Slóvaka í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Serbíu en liðin gerðu 21-21 jafntefli í kvöld. Úrslit leiksins skiptu þó engu máli því Serbar voru komnir áfram með full hús inn í milliriðil á sama tíma og Slóvakar voru úr leik.

Serbar leyfðu sér að slaka á í seinni hálfleiknum en þeir voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-6. Slóvakar gengu á lagið og náðu á endanum að tryggja sér jafntefli. Þeir fögnuðu vel í leikslok enda bjuggust fæstir við að þeir ættu möguleika á móti hinu geysisterka liði Serba.

Serbar fara með fjögur stig inn í milliriðilinn, Pólverjar byrja með tvö stig en Danir eru hinsvegar án stiga og eiga því ekki mikla möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu.

Úrslit og staðan í öllum riðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×