Handbolti

Makedónar unnu Tékka og skildu þá eftir í riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Makedónía er komið áfram í milliriðil á EM í handbolta í Serbíu eftir sex marka sigur á Tékkum, 27-21, í lokaumferð B-riðilsins í kvöld. Tékkar unnu Þjóðverja í fyrsta leik en sitja eftir í riðlinum eftir töp á móti Svíþjóð og Makedóníu.

Þjóðverjar fögnuðu líka þessum úrslitum því þau þýða að liðið fer með fjögur stig inn í milliriðilinn en Svíar og Makedónar verða hinsvegar bara með eitt stig þegar keppni hefst í millriðlinum á sunnudaginn.

Kiril Lazarov skoraði 7 mörk fyrir Makedóníu og Filip Mirkulovski skoraði 5 mörk. Filip Jícha og Pavel Horák skoruðu báðir 5 mörk fyrir Tékka.

Það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik þar til að Tékkar skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 11-9. Makedónar voru hinsvegar fljótir að jafna og staðan var 12-12 í hálfleik.

Makedónar skouðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins og náðu þriggja marka forskoti, 15-12, sem þeir síðan héldu nánast út leikinn. Þeir komu muninum síðan upp í sex mörk með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins.

Úrslit og staðan í öllum riðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×