Stelpurnar bakdyramegin til Serbíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2012 08:00 Hrafnhildur Skúladóttir. Mynd/Pjetur „Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennahandbolta. Algjörlega stórkostlegar," segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, sem var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa heyrt tíðindin í gær. Íslenska liðið fékk sæti Hollendinga sem hættu við að halda keppnina á dögunum. Serbar, sem þegar höfðu tryggt sér þátttökurétt á mótinu, verða gestgjafar og því fékk Ísland sætið með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem höfðu ekki komist áfram. „Um leið og við lentum í Keflavík eftir Úkraínuleikinn sagði Einar (Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ) mér að Hollendingar væru hættir við að halda keppnina. Þá rauk ég í tölvuna og sá að við vorum með bestan árangur í þriðja sætinu. Þetta er stórkostlegt," segir Hrafnhildur. Miðað var við árangur þjóðanna í þriðja sæti gegn liðunum tveimur í sætunum fyrir ofan. Ísland og Pólland unnu bæði einn leik af fjórum en markatala Íslands úr leikjunum var betri og munaði þar ellefu mörkum. Var orðin fáránlega bjartsýn„Einhver sagði við mig að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að kyngja því að fá ekki þetta pláss en að tapa upphaflega á móti Úkraínu. Ég var orðin það fáránlega bjartsýn," segir Hrafnhildur en þetta er þriðja stórmótið í röð sem kvennalandsliðið mætir á þó svo liðið fari bakdyramegin inn í þetta skiptið. „Þetta er náttúrulega fáránlegt en þetta hefur gerst tvisvar hjá karlaliðinu," segir Hrafnhildur og rifjar upp Ólympíuleikana 1984 og 1992 þegar karlalandsliðið fékk óvænt sæti á leikunum. Liðið náði góðum árangri í bæði skiptin og fróðlegt verður að fylgjast með gengi stelpnanna í Serbíu. Serbía kom strax upp í kollinnFjölmargar þjóðir lýstu yfir áhuga á að halda mótið þegar Hollendingar hættu við. Helga H. Magnúsdóttir, sem situr í mótanefnd Evrópska handknattleikssambandsins, segir Serbíu góðan kost. „Serbía var fyrsta landið sem kom upp í hugann þegar þessi ósköp gengu yfir. Serbar voru nýbúnir að halda karlamótið sem þeir gerðu mjög vel. Það er allt klárt þar sem skiptir máli með svo stuttum fyrirvara. Það verða notaðir sömu keppnisstaðir og þeir segja að mannskapurinn sé tilbúinn og allt klárt," segir Helga. Serbar verða einnig gestgjafar á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í desember 2013 og segir Helga að handknattleiksforysta landsins njóti greinilega mikils stuðnings yfirvalda þar í landi. Helga segir það strax hafa litið þannig út að Ísland myndi hljóta lausa sætið ef nýr gestgjafi yrði þjóð sem hefði þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu. „Þetta var eiginlega borðleggjandi en maður þorir aldrei að fullyrða neitt fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir," segir Helga sem segir að þó hafi komið upp í umræðunni að Holland og Ísland myndu spila um lausa sætið. „Sú hugmynd var hins vegar drepin í fæðingu," segir Helga. Ísland verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla á ársþingi EHF sem fram fer í Mónakó á föstudaginn. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennahandbolta. Algjörlega stórkostlegar," segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, sem var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa heyrt tíðindin í gær. Íslenska liðið fékk sæti Hollendinga sem hættu við að halda keppnina á dögunum. Serbar, sem þegar höfðu tryggt sér þátttökurétt á mótinu, verða gestgjafar og því fékk Ísland sætið með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem höfðu ekki komist áfram. „Um leið og við lentum í Keflavík eftir Úkraínuleikinn sagði Einar (Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ) mér að Hollendingar væru hættir við að halda keppnina. Þá rauk ég í tölvuna og sá að við vorum með bestan árangur í þriðja sætinu. Þetta er stórkostlegt," segir Hrafnhildur. Miðað var við árangur þjóðanna í þriðja sæti gegn liðunum tveimur í sætunum fyrir ofan. Ísland og Pólland unnu bæði einn leik af fjórum en markatala Íslands úr leikjunum var betri og munaði þar ellefu mörkum. Var orðin fáránlega bjartsýn„Einhver sagði við mig að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að kyngja því að fá ekki þetta pláss en að tapa upphaflega á móti Úkraínu. Ég var orðin það fáránlega bjartsýn," segir Hrafnhildur en þetta er þriðja stórmótið í röð sem kvennalandsliðið mætir á þó svo liðið fari bakdyramegin inn í þetta skiptið. „Þetta er náttúrulega fáránlegt en þetta hefur gerst tvisvar hjá karlaliðinu," segir Hrafnhildur og rifjar upp Ólympíuleikana 1984 og 1992 þegar karlalandsliðið fékk óvænt sæti á leikunum. Liðið náði góðum árangri í bæði skiptin og fróðlegt verður að fylgjast með gengi stelpnanna í Serbíu. Serbía kom strax upp í kollinnFjölmargar þjóðir lýstu yfir áhuga á að halda mótið þegar Hollendingar hættu við. Helga H. Magnúsdóttir, sem situr í mótanefnd Evrópska handknattleikssambandsins, segir Serbíu góðan kost. „Serbía var fyrsta landið sem kom upp í hugann þegar þessi ósköp gengu yfir. Serbar voru nýbúnir að halda karlamótið sem þeir gerðu mjög vel. Það er allt klárt þar sem skiptir máli með svo stuttum fyrirvara. Það verða notaðir sömu keppnisstaðir og þeir segja að mannskapurinn sé tilbúinn og allt klárt," segir Helga. Serbar verða einnig gestgjafar á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í desember 2013 og segir Helga að handknattleiksforysta landsins njóti greinilega mikils stuðnings yfirvalda þar í landi. Helga segir það strax hafa litið þannig út að Ísland myndi hljóta lausa sætið ef nýr gestgjafi yrði þjóð sem hefði þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu. „Þetta var eiginlega borðleggjandi en maður þorir aldrei að fullyrða neitt fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir," segir Helga sem segir að þó hafi komið upp í umræðunni að Holland og Ísland myndu spila um lausa sætið. „Sú hugmynd var hins vegar drepin í fæðingu," segir Helga. Ísland verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla á ársþingi EHF sem fram fer í Mónakó á föstudaginn.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira