Handbolti

Füchse Berlin vann fyrri leikinn á móti HSV Hamburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin munu fara með tveggja marka forystu í farteskinu til Hamborgar eftir 32-30 sigur á HSV Hamburg í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sven-Sören Christophersen var markahæstur hjá Füchse Berlin með átta mörk en íslenski Daninn Hans Lindberg skoraði sjö mörk fyrir HSV Hamburg. HSV lék þarna í fyrsta sinn undir stjórn Martin Schwalb sem er aftur tekinn við þjálfun liðsins.

Seinni leikurinn fer fram í Hamborg á sunnudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×