Handbolti

Sigrar hjá liðum Arnórs og Guðmundar Árna

Arnór í leik gegn Bjerringbro.
Arnór í leik gegn Bjerringbro.
Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Flensburg í Meistaradeildinni í dag þegar liðið lagði Partizan Belgrad, 37-31.

Flensburg er þar með búið að fá þrjú stig í fyrstu tveimur leikjunum sínum í keppninni. Flensburg var yfir allan leikinn og sigurinn ekki í mikilli hættu.

Guðmundur Árni Ólafsson og félagar í danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg unnu sinn fyrsta leik í sögu Meistaradeildarinnar er þeir lögðu franska liðið Chambery, 25-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×