Handbolti

Aron skoraði fjögur mörk í öruggum sigri Kiel

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Kiel vann öruggan sigur, 43-34, á sænska liðinu Savehof í skrautlegum leik í Meistaradeildinni í dag. Kiel er búið að vinna báða leiki sína í deildinni til þessa en liðið á titil að verja.

Kiel valtaði yfir Savehof í fyrri hálfleik og skoraði heil 25 mörk gegn 15 mörkum Svíanna. Svíarnir voru þó ekki á því að láta valta yfir sig og mættur grimmir til leiks í síðari hálfleik.

Þeir náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 32-29, en þá sagði Kiel hingað og ekki lengra. Leikmenn tóku sig saman í andlitinu og fóru að spila af fullum krafti á nýjan leik og þá var ekki að sökum að spyrja.

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×