Handbolti

Björgvin búinn að verja flest víti á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Vilhelm
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er sá markvörður á Evrópumótinu í Serbíu sem hefur varið flest víti í mótinu nú þegar öll lið hafa lokið fimm leikjum. Björgvin Páll varði 3 víti á móti Spánverjum í dag og hefur varið alls sex víti í fimm leikjum íslenska liðsins.

Björgvin Páll hefur varið einu víti meira en Mirko Alilovic markvörður Króata og í 3. sæti eru síðan Darko Stanic, markvörður Serbíu, og Johan Sjöstrand, markvörður Svíþjóðar, sem báðír hafa varið fjögur víti.

Björgvin náði aðeins að verja 1 af 8 vítum sem hann reyndi við í þremur leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni en hefur síðan farið á kostum í milliriðlinun. Björgvin varði 2 af 5 vítum á móti Ungverjum og svo 3 af 6 vítum á móti Spáni.

Björgvin hefur því varið 5 af 11 vítum sem hann hefur reynt við í undaförnum tveimur leikjum sem gerir magnaða 45 prósent vítamarkvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×