Nú þurfum við að taka upp boxhanskana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 30. júlí 2012 06:00 Hreiðar Levý Guðmundsson lokaði íslenska markinu í lokin. Mynd/Valli Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir mættu Argentínumönnum í þriðja sinn á rúmri viku, 31-25. Ísland hafði spilað tvo æfingaleiki við Argentínu fyrir leikana og það borgaði sig, því strákunum tókst að gera nóg til að hafa betur gegn hættulegum andstæðingi. „Skylduverkið var kannski að spila þennan fyrsta leik en eins og við sáum þá er Argentína ekki með lélegt handboltalið. Sá sem heldur því fram veit bara ekkert um handbolta," sagði Arnór Atlason ákveðinn en hann byrjaði í stöðu leikstjórnanda í gær í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri Steinn spilaði svo síðustu 20 mínútur leiksins og gerði það ljómandi vel, enda sigu strákarnir fram úr á lokakaflanum og unnu öruggan sex marka sigur. Hreiðar Levý Guðmundsson spilaði einnig síðustu 20 mínúturnar og var valinn maður leiksins. Enda varði hann tólf skot, þar af þrjú víti, og fór á kostum. „Það er ótrúlega gaman að þetta sé komið í gang aftur. Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við töpuðum fyrir Frökkum í Peking fyrir fjórum árum síðan. Það var frábært að spila í þessari æðislegu höll og við fíluðum okkur vel. Aðalmálið er þó að við fengum tvö stig," sagði Arnór. Það gekk þó á ýmsu hjá íslenska liðinu sem á heilmikið inni fyrir næstu leiki. „Það er alltaf eitthvað sem má laga en heilt yfir erum við sáttir. Við fengum nú varla sókn þar sem við vorum sex gegn sex í fyrri hálfleik og við áttum stundum í erfiðleikum með að finna dauðafærin. En það er samt fínt að skora 31 mark." Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson skrifaði slæma byrjun Íslands í leiknum á sviðsskrekk. „Menn eru búnir að bíða eftir þessu í fjögur ár og undirbúa sig í allt sumar fyrir þennan fyrsta leik. Svo komum við í þorpið og var biðin eftir þessum leik erfið, sem og óvissan vegna meiðsli þeirra Arons, Snorra og Ólafs Bjarka." Hann var þó sáttur við leikinn, þó að ýmislegt megi bæta. „Það vildu allir gefa allt sitt í leikinn en til að byrjað með vantaði meiri grimmd í leikmenn. Menn voru hikandi og þess fyrir utan virtist ólánið elta okkur – við misstum öll fráköst út af eða til þeirra auk þess sem dómararnir dæmdu mikið á okkur." Næst spilar Ísland gegn Túnis í fyrramálið og á Arnór von á erfiðari leik en gegn Argentínu. „Við mættum Túnis í Frakklandi og það var ekki auðvelt. Þeir eru líkamlega mjög sterkir og við þurfum nú að taka upp boxhanskana. Það verða slagsmál og læti. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir mættu Argentínumönnum í þriðja sinn á rúmri viku, 31-25. Ísland hafði spilað tvo æfingaleiki við Argentínu fyrir leikana og það borgaði sig, því strákunum tókst að gera nóg til að hafa betur gegn hættulegum andstæðingi. „Skylduverkið var kannski að spila þennan fyrsta leik en eins og við sáum þá er Argentína ekki með lélegt handboltalið. Sá sem heldur því fram veit bara ekkert um handbolta," sagði Arnór Atlason ákveðinn en hann byrjaði í stöðu leikstjórnanda í gær í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri Steinn spilaði svo síðustu 20 mínútur leiksins og gerði það ljómandi vel, enda sigu strákarnir fram úr á lokakaflanum og unnu öruggan sex marka sigur. Hreiðar Levý Guðmundsson spilaði einnig síðustu 20 mínúturnar og var valinn maður leiksins. Enda varði hann tólf skot, þar af þrjú víti, og fór á kostum. „Það er ótrúlega gaman að þetta sé komið í gang aftur. Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við töpuðum fyrir Frökkum í Peking fyrir fjórum árum síðan. Það var frábært að spila í þessari æðislegu höll og við fíluðum okkur vel. Aðalmálið er þó að við fengum tvö stig," sagði Arnór. Það gekk þó á ýmsu hjá íslenska liðinu sem á heilmikið inni fyrir næstu leiki. „Það er alltaf eitthvað sem má laga en heilt yfir erum við sáttir. Við fengum nú varla sókn þar sem við vorum sex gegn sex í fyrri hálfleik og við áttum stundum í erfiðleikum með að finna dauðafærin. En það er samt fínt að skora 31 mark." Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson skrifaði slæma byrjun Íslands í leiknum á sviðsskrekk. „Menn eru búnir að bíða eftir þessu í fjögur ár og undirbúa sig í allt sumar fyrir þennan fyrsta leik. Svo komum við í þorpið og var biðin eftir þessum leik erfið, sem og óvissan vegna meiðsli þeirra Arons, Snorra og Ólafs Bjarka." Hann var þó sáttur við leikinn, þó að ýmislegt megi bæta. „Það vildu allir gefa allt sitt í leikinn en til að byrjað með vantaði meiri grimmd í leikmenn. Menn voru hikandi og þess fyrir utan virtist ólánið elta okkur – við misstum öll fráköst út af eða til þeirra auk þess sem dómararnir dæmdu mikið á okkur." Næst spilar Ísland gegn Túnis í fyrramálið og á Arnór von á erfiðari leik en gegn Argentínu. „Við mættum Túnis í Frakklandi og það var ekki auðvelt. Þeir eru líkamlega mjög sterkir og við þurfum nú að taka upp boxhanskana. Það verða slagsmál og læti.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Sjá meira