Keflvískir veiðimenn stíga villibráðardans 12. nóvember 2012 19:29 Verðlaunaveitingar og veiðileyfi í happdrættisvinninga munu setja svip á árshátíð SVFK á laugardaginn. Liðsmenn Stangveiðifélags hyggjast gera sér glaðan dag með villibráðarhlaðborði á árshátíð á laugardagskvöldið næsta. "Í aðalhlutverki verður að vanda Villibráðarhlaðborð Villta Kokksins Úlfars Finnbjörnssonar," segir á svfk.is, vef Keflvíkinganna, sem ætla meðal annars að gæða sér á gæsum, öndum og hreindýrum og ekki láta þar við sitja því á dagskránni eru verðlaunaafhendingar, skemmtiatriði og happdrætti þar sem vinningar eru meðal annars veiðileyfi. "Dansað verður fram á rauða nótt undir lifandi tónlist," er lofað í tilkynningu SVFK sem selur miða á þessa miklu uppskeruhátíð á milli klukkan átta og níu í kvöld, mánudagskvöld.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði
Liðsmenn Stangveiðifélags hyggjast gera sér glaðan dag með villibráðarhlaðborði á árshátíð á laugardagskvöldið næsta. "Í aðalhlutverki verður að vanda Villibráðarhlaðborð Villta Kokksins Úlfars Finnbjörnssonar," segir á svfk.is, vef Keflvíkinganna, sem ætla meðal annars að gæða sér á gæsum, öndum og hreindýrum og ekki láta þar við sitja því á dagskránni eru verðlaunaafhendingar, skemmtiatriði og happdrætti þar sem vinningar eru meðal annars veiðileyfi. "Dansað verður fram á rauða nótt undir lifandi tónlist," er lofað í tilkynningu SVFK sem selur miða á þessa miklu uppskeruhátíð á milli klukkan átta og níu í kvöld, mánudagskvöld.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði