Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Trausti Hafliðason skrifar 19. október 2012 12:24 Veitt á veiðistað númer 5 í Affallinu. Mynd / Trausti Hafliðason Enn er að reitast upp lax í hafbeitaránum á Suðurlandi. Alls veiddust 89 laxar í Rangánum, Affallinu og Þverá. Laxveiði er enn stunduð í fjórum ám á landinu eða Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Affallinu í Landeyjum og Þverá í Fljótshlíð. Allt eru þetta hafbeitarár. Alls veiddust 35 laxar í Ytri-Rangá vikuna 10. til 17. október að því er fram kemur á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Veiðin var því nokkuð minni en vikuna þar á undan þegar 60 laxar komu á land. Í heildina hafa veiðst 4.347 laxar í ánni en veitt er út mánuðinn. Í fyrra veiddust 4.961 lax í Ytri-Rangá. Líkt og í Ytri-Rangá var vikan bara nokkuð góð í Eystri-Rangá miðað við árstíma en mjög kalt hefur verið undanfarna daga, næturfrost og aðeins nokkurra stiga hiti á daginn. Á land komu 43 laxar sem er mjög svipað og vikuna á undan þegar 47 laxar veiddust. Alls hafa nú veiðst 2.970 laxar í Eystri Rangá. Níu laxar veiddust í Affallinu í vikunni og er heildarveiðin þar með orðin meiri en hún var í fyrra. Það verður að teljast til tíðinda þar sem langflestar ár, líklega yfir 90 prósenta þeirra, skiluðu langtum lélegri veiði í ár en í fyrra. Nú hafa sem sagt veiðst 478 laxar í Affallinu en í fyrra komu 476 á land. Tveir laxar veiddust í Þverá í Fljóthlíð í vikunni og er heildarveiðin komin í 275 laxa samanborið við 119 í fyrra.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði
Enn er að reitast upp lax í hafbeitaránum á Suðurlandi. Alls veiddust 89 laxar í Rangánum, Affallinu og Þverá. Laxveiði er enn stunduð í fjórum ám á landinu eða Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Affallinu í Landeyjum og Þverá í Fljótshlíð. Allt eru þetta hafbeitarár. Alls veiddust 35 laxar í Ytri-Rangá vikuna 10. til 17. október að því er fram kemur á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Veiðin var því nokkuð minni en vikuna þar á undan þegar 60 laxar komu á land. Í heildina hafa veiðst 4.347 laxar í ánni en veitt er út mánuðinn. Í fyrra veiddust 4.961 lax í Ytri-Rangá. Líkt og í Ytri-Rangá var vikan bara nokkuð góð í Eystri-Rangá miðað við árstíma en mjög kalt hefur verið undanfarna daga, næturfrost og aðeins nokkurra stiga hiti á daginn. Á land komu 43 laxar sem er mjög svipað og vikuna á undan þegar 47 laxar veiddust. Alls hafa nú veiðst 2.970 laxar í Eystri Rangá. Níu laxar veiddust í Affallinu í vikunni og er heildarveiðin þar með orðin meiri en hún var í fyrra. Það verður að teljast til tíðinda þar sem langflestar ár, líklega yfir 90 prósenta þeirra, skiluðu langtum lélegri veiði í ár en í fyrra. Nú hafa sem sagt veiðst 478 laxar í Affallinu en í fyrra komu 476 á land. Tveir laxar veiddust í Þverá í Fljóthlíð í vikunni og er heildarveiðin komin í 275 laxa samanborið við 119 í fyrra.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði