Súpukjötshagkerfið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. september 2012 06:00 Langtímahagvöxtur á Íslandi mun ekki byggjast aðallega á enn frekari nýtingu náttúruauðlinda landsins, heldur á nýtingu þeirrar auðlindar sem býr í kollinum á Íslendingum sjálfum, þekkingar og tæknikunnáttu. Æ fleiri átta sig á þessu, enda nálgast nýting margra náttúruauðlinda okkar endamörk, hvort sem horft er á fiskstofna, orkulindir eða viðkvæma náttúru sem nýtt er til ferðamennsku. Pólitísk umræða og ákvarðanir taka þó enn að miklu leyti mið af auðlindahagkerfinu, sem til þessa hefur staðið undir lífskjörum Íslendinga. Hilmar Bragi Janusson, nýráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, gerði þetta að umtalsefni í viðtali í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins. Hann kallar hina gömlu ofuráherzlu á auðlindahagfræði „súpukjötshagkerfið", þar sem allt gangi út á að hámarka framleiðslumagn. „Slík hugmyndafræði gengur um of á auðlindir landsins og þurreys þær, hvort heldur er með virkjunum eða ofveiði," segir Hilmar. Hann starfaði í tvo áratugi hjá Össuri hf., sem orðið hefur verðmætt, alþjóðlegt fyrirtæki og framleiðir eftirsótta hágæðavöru sem er fyrst og fremst afsprengi tækniþekkingar starfsmannanna. Hilmar telur að þekkingargeirinn sé þegar orðinn ein af grunnstoðum íslenzks atvinnulífs. Lífsgæði samfélagsins krefjist mun verðmætari afurða en áður. Á samdráttartímum sé súpukjötshagkerfið þó aldrei langt undan. „Þá eru gerðar kröfur um fleiri virkjanir, hærri aflaheimildir og fiskeldi í hvern fjörð og svo framvegis. Ég skil svo sem þessa þrá og viljann til að reyna að kippa hlutunum í lag í einu vetfangi en þetta eru ekki raunsæ langtímamarkmið," segir Hilmar. Þetta eru réttar ábendingar. Ef við viljum undirbyggja langtímahagvöxt á Íslandi, gerum við kröfur um að stjórnvöld hlúi betur að þekkingargeiranum. Það gerist til dæmis með því að efla menntun í tækni og vísindum, þar sem Ísland stendur flestum samkeppnisríkjum sínum að baki og nýsköpunarfyrirtæki fá fyrir vikið ekki rétta starfsfólkið. Það gerist með því að efla rannsóknir á vegum háskólanna, sem Hilmar bendir réttilega á að geti skapað gífurleg verðmæti. Á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ starfi þannig fjöldi doktorsnema, sem vinni 300 ársverk í rannsóknatengdu námi. Slíkt umhverfi á að vera útungunarstöð nýsköpunarfyrirtækja. Við hlúum líka að framtíðinni með því að gefa sprotafyrirtækjum gaum og skapa þeim hagstætt rekstrarumhverfi, þar sem þau eiga auðvelt með að fá fjármagn til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Að einhverju leyti byggir þekkingarhagkerfið á gamla auðlindahagkerfinu. Þannig er orðinn til utan um sjávarútveginn stór klasi þekkingarfyrirtækja, sem selur vörur og þjónustu sem orðið hafa til í þjónustu við veiðar og vinnslu en eiga mikla möguleika sem útflutningsvara á eigin forsendum. Sama má segja um orkugeirann; þótt sá markaður mettist á Íslandi eru miklir möguleikar í að selja þekkingu Íslendinga á hagnýtingu jarðhita og vatnsafls úti um allan heim. Það er ekki lengur hægt að hugsa þannig að endalaust sé hægt að auka sjávarafla, virkja meira eða fjölga ferðamönnum. Það er hins vegar endalaust hægt að hagnýta góðar hugmyndir í kollinum á vel menntuðu fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Langtímahagvöxtur á Íslandi mun ekki byggjast aðallega á enn frekari nýtingu náttúruauðlinda landsins, heldur á nýtingu þeirrar auðlindar sem býr í kollinum á Íslendingum sjálfum, þekkingar og tæknikunnáttu. Æ fleiri átta sig á þessu, enda nálgast nýting margra náttúruauðlinda okkar endamörk, hvort sem horft er á fiskstofna, orkulindir eða viðkvæma náttúru sem nýtt er til ferðamennsku. Pólitísk umræða og ákvarðanir taka þó enn að miklu leyti mið af auðlindahagkerfinu, sem til þessa hefur staðið undir lífskjörum Íslendinga. Hilmar Bragi Janusson, nýráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, gerði þetta að umtalsefni í viðtali í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins. Hann kallar hina gömlu ofuráherzlu á auðlindahagfræði „súpukjötshagkerfið", þar sem allt gangi út á að hámarka framleiðslumagn. „Slík hugmyndafræði gengur um of á auðlindir landsins og þurreys þær, hvort heldur er með virkjunum eða ofveiði," segir Hilmar. Hann starfaði í tvo áratugi hjá Össuri hf., sem orðið hefur verðmætt, alþjóðlegt fyrirtæki og framleiðir eftirsótta hágæðavöru sem er fyrst og fremst afsprengi tækniþekkingar starfsmannanna. Hilmar telur að þekkingargeirinn sé þegar orðinn ein af grunnstoðum íslenzks atvinnulífs. Lífsgæði samfélagsins krefjist mun verðmætari afurða en áður. Á samdráttartímum sé súpukjötshagkerfið þó aldrei langt undan. „Þá eru gerðar kröfur um fleiri virkjanir, hærri aflaheimildir og fiskeldi í hvern fjörð og svo framvegis. Ég skil svo sem þessa þrá og viljann til að reyna að kippa hlutunum í lag í einu vetfangi en þetta eru ekki raunsæ langtímamarkmið," segir Hilmar. Þetta eru réttar ábendingar. Ef við viljum undirbyggja langtímahagvöxt á Íslandi, gerum við kröfur um að stjórnvöld hlúi betur að þekkingargeiranum. Það gerist til dæmis með því að efla menntun í tækni og vísindum, þar sem Ísland stendur flestum samkeppnisríkjum sínum að baki og nýsköpunarfyrirtæki fá fyrir vikið ekki rétta starfsfólkið. Það gerist með því að efla rannsóknir á vegum háskólanna, sem Hilmar bendir réttilega á að geti skapað gífurleg verðmæti. Á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ starfi þannig fjöldi doktorsnema, sem vinni 300 ársverk í rannsóknatengdu námi. Slíkt umhverfi á að vera útungunarstöð nýsköpunarfyrirtækja. Við hlúum líka að framtíðinni með því að gefa sprotafyrirtækjum gaum og skapa þeim hagstætt rekstrarumhverfi, þar sem þau eiga auðvelt með að fá fjármagn til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Að einhverju leyti byggir þekkingarhagkerfið á gamla auðlindahagkerfinu. Þannig er orðinn til utan um sjávarútveginn stór klasi þekkingarfyrirtækja, sem selur vörur og þjónustu sem orðið hafa til í þjónustu við veiðar og vinnslu en eiga mikla möguleika sem útflutningsvara á eigin forsendum. Sama má segja um orkugeirann; þótt sá markaður mettist á Íslandi eru miklir möguleikar í að selja þekkingu Íslendinga á hagnýtingu jarðhita og vatnsafls úti um allan heim. Það er ekki lengur hægt að hugsa þannig að endalaust sé hægt að auka sjávarafla, virkja meira eða fjölga ferðamönnum. Það er hins vegar endalaust hægt að hagnýta góðar hugmyndir í kollinum á vel menntuðu fólki.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun