Innlent

Mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst á aðildarviðræðurnar

Boði Logason skrifar
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. mynd/gva
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í síðustu stefnuræðu sinni á þessu kjörtímabili.

Íslendingar hófu formlega aðildarviðræður við ESB í maí árið 2009 og hafa þær verið mikið í umræðunni síðan þá.

„Maður spyr sig hvort að hún sé að stefna þangað. Hún gaf það ekki til kynna. Það er bara hægt að túlka það á einn veg. Hún gaf það ekki til kynna að það mál væri á dagskrá," segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu nú í kvöld.

Spurður hvort það sé ekki eðlilegt að forsætisráðherra lands sem er í miðjum aðildarviðræðum minnist á það í stefnuræðu sinni, segir Þorsteinn: „Það hafa að minnsta kosti verið mörg tilefni til þess."

Ræðu Jóhönnu má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×