Ellefu laxar á land Trausti Hafliðason skrifar 26. október 2012 13:14 Veitt við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá. Mynd / Trausti Hafliðason Eins og gefur að skilja er farið að hægja mjög á laxveiðinni í hafbeitaránum á Suðurlandi. Samtals veiddust 11 laxar vikuna 17 til 24. október. Þetta kemur fram á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Í Ytri-Rangá veiddust fjórir laxar í síðustu viku og er heildarveiðin nú komin í 4.351 lax. Í fyrra veiddist 4.961 lax í Ytri-Rangá. Í Eystri-Rangá veiddust einni fjórir laxar í síðustu viku og hafa því í heildina veiðst 2.954 laxar í ánni. Í fyrra veiddust 4.387 laxar í Eystri-Rangá. Enn er veitt í Affallinu í Landeyjum en vikuna 17. til 24. þessa mánaðar veiddust tveir laxar í ánni. Alls hafa veiðst 480 laxar sem er aðeins betra en í fyrra þegar 476 laxar veiddust í ánni. Einn lax veiddist í Þverá í Fljótshlíð í síðustu viku. Heildarveiðin er þar með komin í 476 laxa en í fyrra veiddust í heildina 119 laxar í Þverá. Þess ber að geta að veiðin í þessum ám er ekki sérlega mikið stunduð á þessum árstíma en þó eru alltaf einhverjir veiðimenn sem láta sig hafa það. Á morgun er fyrsti vetrardagur og hafi menn sérstakan metnað til þess að veiða lax að vetri til hafa þeir tækifæri til þessu næstu fimm daga.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði
Eins og gefur að skilja er farið að hægja mjög á laxveiðinni í hafbeitaránum á Suðurlandi. Samtals veiddust 11 laxar vikuna 17 til 24. október. Þetta kemur fram á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Í Ytri-Rangá veiddust fjórir laxar í síðustu viku og er heildarveiðin nú komin í 4.351 lax. Í fyrra veiddist 4.961 lax í Ytri-Rangá. Í Eystri-Rangá veiddust einni fjórir laxar í síðustu viku og hafa því í heildina veiðst 2.954 laxar í ánni. Í fyrra veiddust 4.387 laxar í Eystri-Rangá. Enn er veitt í Affallinu í Landeyjum en vikuna 17. til 24. þessa mánaðar veiddust tveir laxar í ánni. Alls hafa veiðst 480 laxar sem er aðeins betra en í fyrra þegar 476 laxar veiddust í ánni. Einn lax veiddist í Þverá í Fljótshlíð í síðustu viku. Heildarveiðin er þar með komin í 476 laxa en í fyrra veiddust í heildina 119 laxar í Þverá. Þess ber að geta að veiðin í þessum ám er ekki sérlega mikið stunduð á þessum árstíma en þó eru alltaf einhverjir veiðimenn sem láta sig hafa það. Á morgun er fyrsti vetrardagur og hafi menn sérstakan metnað til þess að veiða lax að vetri til hafa þeir tækifæri til þessu næstu fimm daga.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði