Innlent

Ætla að stórefla almenningssamgöngur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skrifað var undir samninginn í dag.
Skrifað var undir samninginn í dag. mynd/ pjetur.
Fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu í dag undir samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. tilgangur verkefnisins er að tvöfalda hlutdeild almenningssamgagna á höfuðborgarsvæðinu, lækka samgöngukostnað heimila og samfélagsins og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Ríkisstjórnin heimilaði innanríkisráðherra og fjármálaráðherra að ganga frá samningnum á fundi sínum þann 17. apríl og borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarráð allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem eru aðilar að Strætó bs. hafa samþykkt að veita stjórn SSH heimild til undirritunar. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Seltjarnarneskaupstaður, Kópavogsbær, Garðabær, Hafnarfjörður, Sveitarfélagið Álftanes og Mosfellsbær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×