Guðmundur: Þetta var óþarflega stórt tap Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2012 07:00 Róbert Gunnarsson bar fyrirliðabandið í fyrsta skipti fyrir Ísland í gær og það á vellinum þar sem hann spilar fyrir lið sitt, Rhein-Neckar Löwen.nordic photos/bongarts Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur. Íslenska liðinu gekk vel að leysa 6/0 vörn Þjóðverjanna í fyrri hálfleik en átti aftur á móti engin svör við 5/1 vörninni sem Þjóðverjar spiluðu í þeim síðari. „Seinni hálfleikur var lélegur. Við höfðum í raun aðeins eina æfingu til þess að undirbúa okkur og þá bjuggum við okkur undir 6/0 vörn og sóknarleikurinn gekk vel gegn henni. Það var margt jákvætt við fyrri hálfleikinn en í þeim seinni vorum við ekki tilbúnir í slaginn. Þá fjaraði undan liðinu og menn gerðu sig seka um slæm mistök. Ég hefði verið tiltölulega sáttur við svona fimm marka tap en ellefu marka tap var óþarflega mikið," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann var að tefla fram illa reyndu liði í leiknum enda vantaði flesta lykilmenn íslenska liðsins í þennan leik. „Ég fékk fullt af svörum um hverjir koma til greina í þennan hóp og hverjir ekki. Hverjir eru að nálgast hann og hverjir eiga lengra í land. Þetta hjálpar mér fyrir að velja næsta hóp," sagði Guðmundur en hvernig voru menn að standa sig að hans mati? „Þetta var mjög kaflaskipt. Óli Bjarki kom inn með fína hluti og Aron átti flotta innkomu í markið og varði meðal annars sjö skot fyrsta korterið. 13 boltar hjá honum var fínt en Björgvin átti erfitt uppdráttar þann tíma sem hann spilaði," sagði Guðmundur en Björgvin varði ekkert skot þær 15 mínútur sem hann stóð í markinu. „Við fengum fín mörk frá Ólafi Gústafssyni en hann var ekki með fína skotnýtingu. Skaut þrettán sinnum að marki og skoraði fimm mörk. Stefán Rafn kom inn í síðari hálfleik og stóð sig vel. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik og Sigurgeir Árni stóð sig vel í vörninni við hliðina á Vigni. Það var samt við ramman reip að draga í þessum leik. Það verður að viðurkennast og sóknarleikurinn ekki nægilega vel útfærður." Guðmundur hafði aðeins tvær æfingar til þess að undirbúa liðið og miðað við það var hann þokkalega sáttur við það sem hann sá í þessum leik. Landsliðsþjálfarinn var í sérstakri stöðu í gær enda var hann að stýra landsliðinu í höllinni þar sem hann stýrir liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í hverri viku. „Það var óneitanlega mjög sérstakt að vera í hlutverki andstæðingsins hérna. Það var samt mjög gaman og góð stemning hérna. Okkur Robba var sérstaklega vel fagnað og skemmtileg upplifun og sérstök tilfinning. Það var samt góður andi hérna og ég naut þessarar reynslu." Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur. Íslenska liðinu gekk vel að leysa 6/0 vörn Þjóðverjanna í fyrri hálfleik en átti aftur á móti engin svör við 5/1 vörninni sem Þjóðverjar spiluðu í þeim síðari. „Seinni hálfleikur var lélegur. Við höfðum í raun aðeins eina æfingu til þess að undirbúa okkur og þá bjuggum við okkur undir 6/0 vörn og sóknarleikurinn gekk vel gegn henni. Það var margt jákvætt við fyrri hálfleikinn en í þeim seinni vorum við ekki tilbúnir í slaginn. Þá fjaraði undan liðinu og menn gerðu sig seka um slæm mistök. Ég hefði verið tiltölulega sáttur við svona fimm marka tap en ellefu marka tap var óþarflega mikið," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann var að tefla fram illa reyndu liði í leiknum enda vantaði flesta lykilmenn íslenska liðsins í þennan leik. „Ég fékk fullt af svörum um hverjir koma til greina í þennan hóp og hverjir ekki. Hverjir eru að nálgast hann og hverjir eiga lengra í land. Þetta hjálpar mér fyrir að velja næsta hóp," sagði Guðmundur en hvernig voru menn að standa sig að hans mati? „Þetta var mjög kaflaskipt. Óli Bjarki kom inn með fína hluti og Aron átti flotta innkomu í markið og varði meðal annars sjö skot fyrsta korterið. 13 boltar hjá honum var fínt en Björgvin átti erfitt uppdráttar þann tíma sem hann spilaði," sagði Guðmundur en Björgvin varði ekkert skot þær 15 mínútur sem hann stóð í markinu. „Við fengum fín mörk frá Ólafi Gústafssyni en hann var ekki með fína skotnýtingu. Skaut þrettán sinnum að marki og skoraði fimm mörk. Stefán Rafn kom inn í síðari hálfleik og stóð sig vel. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik og Sigurgeir Árni stóð sig vel í vörninni við hliðina á Vigni. Það var samt við ramman reip að draga í þessum leik. Það verður að viðurkennast og sóknarleikurinn ekki nægilega vel útfærður." Guðmundur hafði aðeins tvær æfingar til þess að undirbúa liðið og miðað við það var hann þokkalega sáttur við það sem hann sá í þessum leik. Landsliðsþjálfarinn var í sérstakri stöðu í gær enda var hann að stýra landsliðinu í höllinni þar sem hann stýrir liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í hverri viku. „Það var óneitanlega mjög sérstakt að vera í hlutverki andstæðingsins hérna. Það var samt mjög gaman og góð stemning hérna. Okkur Robba var sérstaklega vel fagnað og skemmtileg upplifun og sérstök tilfinning. Það var samt góður andi hérna og ég naut þessarar reynslu."
Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira