Guðmundur: Þetta var óþarflega stórt tap Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2012 07:00 Róbert Gunnarsson bar fyrirliðabandið í fyrsta skipti fyrir Ísland í gær og það á vellinum þar sem hann spilar fyrir lið sitt, Rhein-Neckar Löwen.nordic photos/bongarts Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur. Íslenska liðinu gekk vel að leysa 6/0 vörn Þjóðverjanna í fyrri hálfleik en átti aftur á móti engin svör við 5/1 vörninni sem Þjóðverjar spiluðu í þeim síðari. „Seinni hálfleikur var lélegur. Við höfðum í raun aðeins eina æfingu til þess að undirbúa okkur og þá bjuggum við okkur undir 6/0 vörn og sóknarleikurinn gekk vel gegn henni. Það var margt jákvætt við fyrri hálfleikinn en í þeim seinni vorum við ekki tilbúnir í slaginn. Þá fjaraði undan liðinu og menn gerðu sig seka um slæm mistök. Ég hefði verið tiltölulega sáttur við svona fimm marka tap en ellefu marka tap var óþarflega mikið," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann var að tefla fram illa reyndu liði í leiknum enda vantaði flesta lykilmenn íslenska liðsins í þennan leik. „Ég fékk fullt af svörum um hverjir koma til greina í þennan hóp og hverjir ekki. Hverjir eru að nálgast hann og hverjir eiga lengra í land. Þetta hjálpar mér fyrir að velja næsta hóp," sagði Guðmundur en hvernig voru menn að standa sig að hans mati? „Þetta var mjög kaflaskipt. Óli Bjarki kom inn með fína hluti og Aron átti flotta innkomu í markið og varði meðal annars sjö skot fyrsta korterið. 13 boltar hjá honum var fínt en Björgvin átti erfitt uppdráttar þann tíma sem hann spilaði," sagði Guðmundur en Björgvin varði ekkert skot þær 15 mínútur sem hann stóð í markinu. „Við fengum fín mörk frá Ólafi Gústafssyni en hann var ekki með fína skotnýtingu. Skaut þrettán sinnum að marki og skoraði fimm mörk. Stefán Rafn kom inn í síðari hálfleik og stóð sig vel. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik og Sigurgeir Árni stóð sig vel í vörninni við hliðina á Vigni. Það var samt við ramman reip að draga í þessum leik. Það verður að viðurkennast og sóknarleikurinn ekki nægilega vel útfærður." Guðmundur hafði aðeins tvær æfingar til þess að undirbúa liðið og miðað við það var hann þokkalega sáttur við það sem hann sá í þessum leik. Landsliðsþjálfarinn var í sérstakri stöðu í gær enda var hann að stýra landsliðinu í höllinni þar sem hann stýrir liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í hverri viku. „Það var óneitanlega mjög sérstakt að vera í hlutverki andstæðingsins hérna. Það var samt mjög gaman og góð stemning hérna. Okkur Robba var sérstaklega vel fagnað og skemmtileg upplifun og sérstök tilfinning. Það var samt góður andi hérna og ég naut þessarar reynslu." Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Eftir að hafa aðeins verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16-13, sáu íslensku strákarnir ekki til sólar í þeim síðari gegn Þjóðverjum sem unnu afar öruggan og sannfærandi ellefu marka sigur. Íslenska liðinu gekk vel að leysa 6/0 vörn Þjóðverjanna í fyrri hálfleik en átti aftur á móti engin svör við 5/1 vörninni sem Þjóðverjar spiluðu í þeim síðari. „Seinni hálfleikur var lélegur. Við höfðum í raun aðeins eina æfingu til þess að undirbúa okkur og þá bjuggum við okkur undir 6/0 vörn og sóknarleikurinn gekk vel gegn henni. Það var margt jákvætt við fyrri hálfleikinn en í þeim seinni vorum við ekki tilbúnir í slaginn. Þá fjaraði undan liðinu og menn gerðu sig seka um slæm mistök. Ég hefði verið tiltölulega sáttur við svona fimm marka tap en ellefu marka tap var óþarflega mikið," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann var að tefla fram illa reyndu liði í leiknum enda vantaði flesta lykilmenn íslenska liðsins í þennan leik. „Ég fékk fullt af svörum um hverjir koma til greina í þennan hóp og hverjir ekki. Hverjir eru að nálgast hann og hverjir eiga lengra í land. Þetta hjálpar mér fyrir að velja næsta hóp," sagði Guðmundur en hvernig voru menn að standa sig að hans mati? „Þetta var mjög kaflaskipt. Óli Bjarki kom inn með fína hluti og Aron átti flotta innkomu í markið og varði meðal annars sjö skot fyrsta korterið. 13 boltar hjá honum var fínt en Björgvin átti erfitt uppdráttar þann tíma sem hann spilaði," sagði Guðmundur en Björgvin varði ekkert skot þær 15 mínútur sem hann stóð í markinu. „Við fengum fín mörk frá Ólafi Gústafssyni en hann var ekki með fína skotnýtingu. Skaut þrettán sinnum að marki og skoraði fimm mörk. Stefán Rafn kom inn í síðari hálfleik og stóð sig vel. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik og Sigurgeir Árni stóð sig vel í vörninni við hliðina á Vigni. Það var samt við ramman reip að draga í þessum leik. Það verður að viðurkennast og sóknarleikurinn ekki nægilega vel útfærður." Guðmundur hafði aðeins tvær æfingar til þess að undirbúa liðið og miðað við það var hann þokkalega sáttur við það sem hann sá í þessum leik. Landsliðsþjálfarinn var í sérstakri stöðu í gær enda var hann að stýra landsliðinu í höllinni þar sem hann stýrir liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í hverri viku. „Það var óneitanlega mjög sérstakt að vera í hlutverki andstæðingsins hérna. Það var samt mjög gaman og góð stemning hérna. Okkur Robba var sérstaklega vel fagnað og skemmtileg upplifun og sérstök tilfinning. Það var samt góður andi hérna og ég naut þessarar reynslu."
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira