Handbolti

Björgvin: Er miklu ferskari í stuttermatreyjunni

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Björgvin í leiknum gegn Króatíu.
Björgvin í leiknum gegn Króatíu. mynd/vilhelm
Athygli vekur að markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er farinn að spila í stuttermatreyju. Undir treyjunni er Björgvin síðan í þröngum galla sem er úr sama efni og Ingimundur Ingimundarson skartaði milli leikja á HM í fyrra og vakti mikla athygli. Var sá galli alltaf kallaður kafarabúningurinn.

„Ég hef verið að spila í stuttri treyju líka hjá Magdeburg og þetta er miklu þægilegra. Maður kófsvitnar í stóru peysunni og kominn á flot eftir hálftíma. Þá er treyjan líka orðin þung. Í stuttri treyju er maður léttari og ferskari," sagði Björgvin en hvað með „kafarabúninginn" sem hann klæðist undir markmannstreyjunni?

„Þetta er þrengingargalli og heldur manni heitum þegar það er kalt í höllinni. Mér líkar virkilega vel við þetta. Ég er samt ekki í heilgalla eins og Diddi. Bara að ofan."

Strákarnir gerðu talsvert mikið grín af Ingimundi þegar hann mætti í sínum galla fyrir ári. Sá hlær best sem síðast hlær því þeir eru nánast allir farnir að nota þetta í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×