Opið málþing um veiðisumarið og verð á veiðileyfum Trausti Hafliðason skrifar 9. október 2012 23:50 Í veiði. Mynd / Trausti Hafliðason Opið málþing um stöðu stangaveiði á Íslandi verður haldið á Grand Hóteli á laugardaginn. Meðal annars verður rætt um slakt veiðisumar og verð á veiðileyfum. Landssamband stangaveiðifélaga stendur fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 17. „Frummælendur koma frá helstu hagsmunaaðilum í stangaveiði á Íslandi, en stangaveiðin stendur á ákveðnum tímamótum eftir síðasta veiðisumar," segir í tilkynningu frá Landssambandi stangaveðifélaga. „Laxveiði var í lágmarki á meðan að verð á veiðileyfum hefur hækkað hvort sem um er að ræða lax- eða silungsveiði. Ekki er útlit er fyrir að hækkun veiðileyfa verði minni á næstu misserum og hafa veiðileyfasalar áhyggjur af dvínandi sölu á meðan að íslenskir veiðimenn hafa auknar áhyggjur af verðhækkunum og ásókn erlendra veiðimanna í íslenskar ár og vötn." Af þessu tilefni hefur Landssamband stangaveiðifélaga ákveðið að efna til málþings um stöðu stangaveiða á Íslandi í samstarfi við hagsmunaaðila. „Það er ætlun sambandsins að málþingið verði grundvöllur til að ræða opinskátt um stöðu og þróun stangaveiða á Íslandi og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta og hlýða á erindi frummælenda og taka þátt í umræðum," segir í tilkynningu.Dagskráin á Grand hóteli á laugardaginn: 14.00 Setning. Viktor Guðmundsson, formaður Landssambands Stangaveiðifélaga. 14.05 Laxveiðin sumarið 2012. Hvað er að gerast í ánum? Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun. 14.25 Laxveiðin sumarið 2012. Áhrif sjávar á laxveiðina. Var hægt að sjá veiðiminnkun fyriri? Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun. 14.45 Stangaveiðifélög og stangaveiðimenn. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. 15.00 Kaffihlé 15.15 Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands Veiðifélaga, flytur erindi. 15.30 Þröstur Elliðason, forstjóri Veiðiþjónustunnar Strengja, flytur erindi. 15.45 Steinar J. Lúðvíksson veiðimaður flytur erindi. 16.00 Pallborðsumræður. 17.00 Málþingi slitið.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði
Opið málþing um stöðu stangaveiði á Íslandi verður haldið á Grand Hóteli á laugardaginn. Meðal annars verður rætt um slakt veiðisumar og verð á veiðileyfum. Landssamband stangaveiðifélaga stendur fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 17. „Frummælendur koma frá helstu hagsmunaaðilum í stangaveiði á Íslandi, en stangaveiðin stendur á ákveðnum tímamótum eftir síðasta veiðisumar," segir í tilkynningu frá Landssambandi stangaveðifélaga. „Laxveiði var í lágmarki á meðan að verð á veiðileyfum hefur hækkað hvort sem um er að ræða lax- eða silungsveiði. Ekki er útlit er fyrir að hækkun veiðileyfa verði minni á næstu misserum og hafa veiðileyfasalar áhyggjur af dvínandi sölu á meðan að íslenskir veiðimenn hafa auknar áhyggjur af verðhækkunum og ásókn erlendra veiðimanna í íslenskar ár og vötn." Af þessu tilefni hefur Landssamband stangaveiðifélaga ákveðið að efna til málþings um stöðu stangaveiða á Íslandi í samstarfi við hagsmunaaðila. „Það er ætlun sambandsins að málþingið verði grundvöllur til að ræða opinskátt um stöðu og þróun stangaveiða á Íslandi og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta og hlýða á erindi frummælenda og taka þátt í umræðum," segir í tilkynningu.Dagskráin á Grand hóteli á laugardaginn: 14.00 Setning. Viktor Guðmundsson, formaður Landssambands Stangaveiðifélaga. 14.05 Laxveiðin sumarið 2012. Hvað er að gerast í ánum? Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun. 14.25 Laxveiðin sumarið 2012. Áhrif sjávar á laxveiðina. Var hægt að sjá veiðiminnkun fyriri? Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun. 14.45 Stangaveiðifélög og stangaveiðimenn. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. 15.00 Kaffihlé 15.15 Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands Veiðifélaga, flytur erindi. 15.30 Þröstur Elliðason, forstjóri Veiðiþjónustunnar Strengja, flytur erindi. 15.45 Steinar J. Lúðvíksson veiðimaður flytur erindi. 16.00 Pallborðsumræður. 17.00 Málþingi slitið.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði