Handbolti

Lund farinn frá Löwen

Norski miðjumaðurinn Borge Lund mun ekki spila með liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, næsta vetur.

Löwen og Lund hafa komist að samkomulagi um starfslok leikmannsins sem var með samning hjá félaginu fram á næsta sumar.

Miklar breytingar verða á liði Löwen í sumar. Margir leikmenn að koma og enn fleiri að fara.

Á meðal þeirra sem koma eru Alexander Petersson, danski markvörðurinn Miklas Landin og sænska skyttan Kim Ekdahl du Rietz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×