Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2012 17:02 Laxinn sem veiddist í morgun er allur mjög vel haldinn og fallegur. Mynd/GVA Fyrri vaktin sem veiddi Elliðaárnar í dag fékk 16 laxa. Þar af komu tíu á land úr Teljarastreng sem er pakkaður af laxi. Klukkan fimm voru fjórir komnir til viðbótar úr neðsta hluta árinnar; Fossinum og hyljum þar fyrir neðan. Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir byrjunina vissulega lofa afar góðu. „Laxarnir eru afar vel haldnir og dæmigerðir Elliðaárlaxar, þetta þrjú til sex pund. Þeir sem áttu Fossinn og niður úr tóku kvótann, eða tvo laxa á stöng, á rúmum klukkutíma. Í morgun var tvöfaldur kvótinn tekinn enda helmingnum sleppt aftur." Aðspurður hvort hann muni eftir betri byrjun en þessari á undanförnum árum segir Ólafur að allir hafi verið afar sáttir með opnunina í fyrra. Þá veiddust ellefu laxar yfir daginn, og þótti afar gott. Ólafur segir að nokkuð af laxi sé genginn upp fyrir teljara og sést hafi laxar við Árbæjarstíflu í gær. Í fyrra veiddust 1.147 laxar og 1.164 árið 2010. „Það var glimrandi veiði en þetta slær þessu við hvað opnunina varðar. Við höfum auðvitað væntingar um góða veiði í sumar því seiðatalningin í fyrravor gaf tilefni til þess að álykta að efniviður sumarsins væri með besta móti. Svo veit maður aldrei hvernig þessu reiðir af í sjónum en svo virðist sem þetta sé að skila sér. Vonum það alla vega og að framhaldið verði í takt við daginn í dag. Þá verða allir alsælir myndi ég halda." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði
Fyrri vaktin sem veiddi Elliðaárnar í dag fékk 16 laxa. Þar af komu tíu á land úr Teljarastreng sem er pakkaður af laxi. Klukkan fimm voru fjórir komnir til viðbótar úr neðsta hluta árinnar; Fossinum og hyljum þar fyrir neðan. Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir byrjunina vissulega lofa afar góðu. „Laxarnir eru afar vel haldnir og dæmigerðir Elliðaárlaxar, þetta þrjú til sex pund. Þeir sem áttu Fossinn og niður úr tóku kvótann, eða tvo laxa á stöng, á rúmum klukkutíma. Í morgun var tvöfaldur kvótinn tekinn enda helmingnum sleppt aftur." Aðspurður hvort hann muni eftir betri byrjun en þessari á undanförnum árum segir Ólafur að allir hafi verið afar sáttir með opnunina í fyrra. Þá veiddust ellefu laxar yfir daginn, og þótti afar gott. Ólafur segir að nokkuð af laxi sé genginn upp fyrir teljara og sést hafi laxar við Árbæjarstíflu í gær. Í fyrra veiddust 1.147 laxar og 1.164 árið 2010. „Það var glimrandi veiði en þetta slær þessu við hvað opnunina varðar. Við höfum auðvitað væntingar um góða veiði í sumar því seiðatalningin í fyrravor gaf tilefni til þess að álykta að efniviður sumarsins væri með besta móti. Svo veit maður aldrei hvernig þessu reiðir af í sjónum en svo virðist sem þetta sé að skila sér. Vonum það alla vega og að framhaldið verði í takt við daginn í dag. Þá verða allir alsælir myndi ég halda." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði