Handbolti

Atlético de Madrid seldi Sterbik til erkifjendanna í Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arpad Sterbik er hér til hægri.
Arpad Sterbik er hér til hægri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arpad Sterbik, einn besti markvörður í heimi, hefur skipt á milli tveggja bestu liðanna á Spáni. Sterbik hefur varið mark Atlético de Madrid (áður Ciudad Real) undanfarin átta ár en er nú orðinn leikmaður Barcelona.

Marca greindi frá því í dag að Barcelona hafi keypt Sterbik fyri 400 þúsund evrur en það er ekki´alltof algengt að handboltaleikmenn séu keyptir á milli félaga.

Það slettist upp á vinskapinn á milli Sterbik og Talant Dujshebaev, þjálfara Atlético de Madrid og þeir gátu ekki unnið lengur saman. Dujshebaev er búinn að vera þjálfari Sterbik undanfarion sjö ár og saman hafa þeir unnið fimmtán titla með Atlético de Madrid og Ciudad Real.

Koma Arpad Sterbik er mikill liðstyrkur fyrir Barcelona sem hefur unnið spænsku deildina undanfarin tvö tímabil og vann meistaradeildina vorið 2011.

Sterbik er fæddur í Serbíu en spilar með spænska landsliðinu. Hann er með serbneska, ungverskan og spænskan ríkisborgararétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×