Veiðin í ár mikil vonbrigði Kristján Hjálmarsson skrifar 27. september 2012 15:56 Beinagilsstrengur í Hofsá. Áin er ein af fáum ám þar sem veiði var meiri í ár en í fyrra. Mynd/Trausti Nú er veiði lokið í mörgum af stærstu veiðiám landsins og er heildaraflinn kominn í 21.277 fiska, sem þykir með lélegasta móti. Síðasta vika skilaði aðeins 765 löxum samanlagt úr helstu viðmiðunarám Landssambands veiðifélaga. Rangárnar verða opnar langt fram í næsta mánuð og gæti samanlagður afli því náð 22 þúsund löxum. Af helstu ám er það annars að frétta að Ytri-Rangá er komin í 4.122 laxa en í fyrra veiddust samanlagt 4.961. Eystri er heldur treg til miðað við árið á undan, 2.816 laxar komnir á land miðað við 4.387 í fyrra. Í Miðfjarðará veiddust 1.610 laxar samanborið við 2.364 í fyrra. Í Selá í Vopnafirði veiddust 1.507 laxar en 2.021 í fyrra. Hofsá skilaði hins vegar 1.008 laxi sem er aðeins meira en í fyrra en þá veiddust 956 fiskar. Algjört hrun varð í Blöndu en þar veiddust 832 laxar samanborið við 2.032 laxa í fyrra og í Hítará veiddust aðeins 515 laxar en voru 1.112 í fyrra. Sömu sögu er að segja af Norðurá þar sem 953 laxar veiddust í ár en 2.134 í fyrra. "Ekki er hægt að segja annað en að þessi lélegu aflabrögð eru okkur öllum mikil vonbrigði. Vonandi verður þetta sumar einstakt hvað aflabrögð snertir og næsta veiðitímabil betra," segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem haldið hefur utan um veiðitölur síðustu ár, á vef Landssamband veiðifélaga. Stangveiði Mest lesið Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Saga stangveiða: Stóra-Laxá gaf 10 laxa á þrettándanum Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Nú er veiði lokið í mörgum af stærstu veiðiám landsins og er heildaraflinn kominn í 21.277 fiska, sem þykir með lélegasta móti. Síðasta vika skilaði aðeins 765 löxum samanlagt úr helstu viðmiðunarám Landssambands veiðifélaga. Rangárnar verða opnar langt fram í næsta mánuð og gæti samanlagður afli því náð 22 þúsund löxum. Af helstu ám er það annars að frétta að Ytri-Rangá er komin í 4.122 laxa en í fyrra veiddust samanlagt 4.961. Eystri er heldur treg til miðað við árið á undan, 2.816 laxar komnir á land miðað við 4.387 í fyrra. Í Miðfjarðará veiddust 1.610 laxar samanborið við 2.364 í fyrra. Í Selá í Vopnafirði veiddust 1.507 laxar en 2.021 í fyrra. Hofsá skilaði hins vegar 1.008 laxi sem er aðeins meira en í fyrra en þá veiddust 956 fiskar. Algjört hrun varð í Blöndu en þar veiddust 832 laxar samanborið við 2.032 laxa í fyrra og í Hítará veiddust aðeins 515 laxar en voru 1.112 í fyrra. Sömu sögu er að segja af Norðurá þar sem 953 laxar veiddust í ár en 2.134 í fyrra. "Ekki er hægt að segja annað en að þessi lélegu aflabrögð eru okkur öllum mikil vonbrigði. Vonandi verður þetta sumar einstakt hvað aflabrögð snertir og næsta veiðitímabil betra," segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem haldið hefur utan um veiðitölur síðustu ár, á vef Landssamband veiðifélaga.
Stangveiði Mest lesið Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Saga stangveiða: Stóra-Laxá gaf 10 laxa á þrettándanum Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði