Handbolti

Arnór skoraði fjögur mörk í Meistaradeildinni

Arnór í leik með AG.
Arnór í leik með AG.
Arnór Atlason átti virkilega góðan leik fyrir Flensburg í Meistaradeildinni í kvöld er það gerði jafntefli, 37-37, gegn franska liðinu Montpellier. Arnór skoraði fjögur mörk í leiknum.

Flensburg byrjaði leikinn mikið mun betur og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Frakkarnir smám saman unnu sig inn í leikinn og í hálfleik leiddi Flensburg aðeins með einu marki, 19-18.

Franska liðið náði þriggja marka forystu snemma í seinni hálfleik og þá var komið að Flensburg að koma til baka. Það gerði liðið og liðin héldust hönd í hönd til loka leiksins.

Wiliam Accambray kom Montpellier í 36-37 þegar ein mínúta var eftir og Holger Glandorf nældi svo í víti fyrir Flensburg er 35 sekúndur voru eftir.

Vítið tók Daninn Anders Eggert og hann skoraði örugglega eins og venjulega.

Franska liðið hélt í sókn. Skot liðsins var varið og Flensburg fékk fjórar sekúndur í lokasóknina.

Liðið kom ekki skoti að mark og sanngjarnt jafntefli því niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×