Sex laxar á morgunvaktinni í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 16:28 Lax þreyttur á Brotinu í Norðurá í gær. Mynd / Trausti Hafliðason Þrátt fyrir mikinn klulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni. Hörður Vilberg, einn stjórnarmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, segir að áin hafa einungis verið sex gráðu heit í morgun og lofthiti um sjö stig. Menn séu því bara nokkuð sáttir við að hafa náð sex löxum. Þá segir hann að rennsli í ánni hafi minnkað töluvert. Þegar veiði hófst í gærmorgun var áin í 30 rúmmetrum á sekúndu en í morgun var hún komin niður í 17 rúmmetra. Fiskarnir í morgun, sem voru flestir 74-78 sentímetrar, veiddust meðal annars á Eyrinni, Krossholunni og Vesturkvíslinni á Múnaðarnessvæðinu. Hörður sagði að nú seinnipartinn hygðust einhverjir fara í dalinn, meðal annars á veiðistaðinn Króksbrú en laxinn gengur oft hratt þangað. Alls eru nú komnir 22 laxar á land í Norðurá og allt stefnir í að spá Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, um að þetta verði besta opnunin á þessari öld en mest hafa veiðst 26 laxar í opnuninni síðan árið 2000. Veiðivísir mun í kvöld upplýsa hvernig kvöldvaktin gekk í Norðurá. Fylgist því vel með. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Þrátt fyrir mikinn klulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni. Hörður Vilberg, einn stjórnarmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, segir að áin hafa einungis verið sex gráðu heit í morgun og lofthiti um sjö stig. Menn séu því bara nokkuð sáttir við að hafa náð sex löxum. Þá segir hann að rennsli í ánni hafi minnkað töluvert. Þegar veiði hófst í gærmorgun var áin í 30 rúmmetrum á sekúndu en í morgun var hún komin niður í 17 rúmmetra. Fiskarnir í morgun, sem voru flestir 74-78 sentímetrar, veiddust meðal annars á Eyrinni, Krossholunni og Vesturkvíslinni á Múnaðarnessvæðinu. Hörður sagði að nú seinnipartinn hygðust einhverjir fara í dalinn, meðal annars á veiðistaðinn Króksbrú en laxinn gengur oft hratt þangað. Alls eru nú komnir 22 laxar á land í Norðurá og allt stefnir í að spá Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, um að þetta verði besta opnunin á þessari öld en mest hafa veiðst 26 laxar í opnuninni síðan árið 2000. Veiðivísir mun í kvöld upplýsa hvernig kvöldvaktin gekk í Norðurá. Fylgist því vel með.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði