Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 23:25 Frá opnunadeginum við Blöndu. Lax-á Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði
Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði