Nýja eða gamla Ísland? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. mars 2012 04:00 Mörg stór orð hafa fallið um deilur Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og stjórnar stofnunarinnar undanfarnar vikur. Óhætt er að segja að stjórnin hafi staðið höllum fæti í umræðunni, enda verið tregari til að tjá sig en forstjórinn. Það virðist hafa villt mörgum sýn að Gunnar Andersen hefur verið í því hlutverki að taka í lurginn á fyrrverandi undrabörnum og útrásarvíkingum, sem grunaðir eru um lögbrot. Því hlutverki hefur hann sinnt vel, en það þýðir ekki að hans eigin gjörðir séu hafnar yfir skoðun eða gagnrýni. Það er ekki rétt hjá forstjóranum að stjórn FME hafi reynt að losna við hann að tilefnislausu. Gögn málsins sýna að Gunnar tók þátt í því, sem starfsmaður ríkisbankans Landsbankans árið 2001, að leyna fyrir FME tilvist tveggja aflandsfélaga þar sem hann sat í stjórn og tengdust bankanum. Tilgangurinn með félögunum var að hafa með leynd áhrif á efnahagsreikning bankans. Að gefa FME rangar upplýsingar er refsivert og sá sem í dag yrði uppvís að slíku gæti ekki orðið forstjóri fjármálafyrirtækis, hvað þá FME. Gunnar heldur fram að FME hafi ráðlagt honum að segja ekki frá félögunum. Engin gögn styðja þær fullyrðingar. Hann viðurkennir að hafa ekki veitt upplýsingarnar, en sér ekkert að því. Þess vegna er það rétt sem stjórn FME segir, að hæfi og trúverðugleiki forstjórans og þar með eftirlitsins er ekki hafið yfir vafa. Forstjórinn getur þurft að taka á sambærilegum málum. Þegar þessar upplýsingar voru komnar fram hefðu sumir embættismenn – að minnsta kosti í útlöndum – bara sagt af sér að fyrra bragði. Í hina hörðu umræðu um aðför stjórnarinnar að Gunnari vantar líka einhverja trúverðuga skýringu á því af hverju stjórnin hefði átt að ganga erinda þeirra sem eru í rannsókn hjá FME. Stjórnin stóð þvert á móti með Gunnari framan af, þegar gögn komu fram um tengsl hans við aflandsfélögin. Hún ákvað sömuleiðis að senda þau mörgu mál, sem forstjórinn lagði fyrir hana, til saksóknara. Stjórn FME kann hins vegar að vera í vandræðum vegna þess að hún hafi farið á svig við lögin um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, sem gera ókleift að reka embættismann án undanfarandi áminningar. Þau lög eru reyndar úr sér gengin og gera alla starfsmannastjórnun hjá ríkinu þunga í vöfum. Það breytir ekki því að þau eru landslög og ekki er ósennilegt að Gunnar geti sótt skaðabætur fyrir dómi vegna ólögmætrar uppsagnar. Engu að síður er trúverðugleiki FME til framtíðar betur tryggður með þeirri niðurstöðu sem tilkynnt var í gær en ef stjórnin hefði tekið þá afkáralegu ákvörðun að áminna forstjórann og halda svo áfram að vinna með honum eins og ekkert hefði í skorizt. Yfirlýsingar lögmanns Gunnars fyrir hans hönd í fréttatilkynningu í gær um „sorgardag", „Sovét-Ísland", og að nú hafi Gamla Ísland sigrað Nýja Ísland eru fram úr hófi dramatískar og ekki trúverðugar. Stjórn FME virðist einmitt hafa ákveðið að taka slaginn í þágu Nýja Íslands, með því að tryggja að trúverðugleiki þeirra sem rannsaka bankahrunið sé hafinn yfir vafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Mörg stór orð hafa fallið um deilur Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og stjórnar stofnunarinnar undanfarnar vikur. Óhætt er að segja að stjórnin hafi staðið höllum fæti í umræðunni, enda verið tregari til að tjá sig en forstjórinn. Það virðist hafa villt mörgum sýn að Gunnar Andersen hefur verið í því hlutverki að taka í lurginn á fyrrverandi undrabörnum og útrásarvíkingum, sem grunaðir eru um lögbrot. Því hlutverki hefur hann sinnt vel, en það þýðir ekki að hans eigin gjörðir séu hafnar yfir skoðun eða gagnrýni. Það er ekki rétt hjá forstjóranum að stjórn FME hafi reynt að losna við hann að tilefnislausu. Gögn málsins sýna að Gunnar tók þátt í því, sem starfsmaður ríkisbankans Landsbankans árið 2001, að leyna fyrir FME tilvist tveggja aflandsfélaga þar sem hann sat í stjórn og tengdust bankanum. Tilgangurinn með félögunum var að hafa með leynd áhrif á efnahagsreikning bankans. Að gefa FME rangar upplýsingar er refsivert og sá sem í dag yrði uppvís að slíku gæti ekki orðið forstjóri fjármálafyrirtækis, hvað þá FME. Gunnar heldur fram að FME hafi ráðlagt honum að segja ekki frá félögunum. Engin gögn styðja þær fullyrðingar. Hann viðurkennir að hafa ekki veitt upplýsingarnar, en sér ekkert að því. Þess vegna er það rétt sem stjórn FME segir, að hæfi og trúverðugleiki forstjórans og þar með eftirlitsins er ekki hafið yfir vafa. Forstjórinn getur þurft að taka á sambærilegum málum. Þegar þessar upplýsingar voru komnar fram hefðu sumir embættismenn – að minnsta kosti í útlöndum – bara sagt af sér að fyrra bragði. Í hina hörðu umræðu um aðför stjórnarinnar að Gunnari vantar líka einhverja trúverðuga skýringu á því af hverju stjórnin hefði átt að ganga erinda þeirra sem eru í rannsókn hjá FME. Stjórnin stóð þvert á móti með Gunnari framan af, þegar gögn komu fram um tengsl hans við aflandsfélögin. Hún ákvað sömuleiðis að senda þau mörgu mál, sem forstjórinn lagði fyrir hana, til saksóknara. Stjórn FME kann hins vegar að vera í vandræðum vegna þess að hún hafi farið á svig við lögin um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, sem gera ókleift að reka embættismann án undanfarandi áminningar. Þau lög eru reyndar úr sér gengin og gera alla starfsmannastjórnun hjá ríkinu þunga í vöfum. Það breytir ekki því að þau eru landslög og ekki er ósennilegt að Gunnar geti sótt skaðabætur fyrir dómi vegna ólögmætrar uppsagnar. Engu að síður er trúverðugleiki FME til framtíðar betur tryggður með þeirri niðurstöðu sem tilkynnt var í gær en ef stjórnin hefði tekið þá afkáralegu ákvörðun að áminna forstjórann og halda svo áfram að vinna með honum eins og ekkert hefði í skorizt. Yfirlýsingar lögmanns Gunnars fyrir hans hönd í fréttatilkynningu í gær um „sorgardag", „Sovét-Ísland", og að nú hafi Gamla Ísland sigrað Nýja Ísland eru fram úr hófi dramatískar og ekki trúverðugar. Stjórn FME virðist einmitt hafa ákveðið að taka slaginn í þágu Nýja Íslands, með því að tryggja að trúverðugleiki þeirra sem rannsaka bankahrunið sé hafinn yfir vafa.