Innlent

Hundaníðingur í skilorðsbundið fangelsi - má ekki eiga hund í 5 ár

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir drekkja hundi á Þingeyri í byrjun desember á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum en hundshræið fannst í höfninni í bænum. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa drekkt hundinum. Hann þarf að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og þá er hann einnig sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×