Samvinnan mikilvægari en samkeppnin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2012 07:00 þurrkar svitann Guðjón Valur er hér í leik með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.nordicphotos/getty Guðjón Valur Sigurðsson hefur komið sér vel fyrir hjá Þýskalands- og Evrópumeisturum THW Kiel en þangað kom hann nú í sumar. Liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en það er þó enn taplaust á tímabilinu. Nú síðast komu góðir sigrar gegn sterkum liðum Hamburg og Flensburg. „Mér persónulega hefur gengið vel að aðlagast nýju liði enda er það oft auðveldara fyrir okkur hornamennina en aðra leikmenn. Við getum alltaf laumað okkur í okkar hraðaupphlaup," segir hann við Fréttablaðið. „Það er auðvitað gaman að spila með þessu liði – þetta er frábær klúbbur og mannskapurinn sömuleiðis." Óhætt er að fullyrða að félagið hafi minnst tvo leikmenn í heimsklassa í hverri stöðu en Guðjón Valur deilir sinni stöðu með þýska landsliðsmanninum Dominik Klein. „Ég þekki það vel að spila í liðum þar sem ríkir samkeppni í stöðum og er það ekkert óvenjulegt. Ég væri auðvitað til í að spila hverju einustu mínútu en miðað við hvað það er mikið álag í handboltanum í dag, með tilheyrandi ferðalögum, snýst þetta meira um samvinnu á milli leikmanna en samkeppni," áréttar hann. „Heilt á litið er ég búinn að spila ívið meira en hann og ég er mjög sáttur við mína stöðu," segir Guðjón Valur. Hann segir erfitt að neita því að Kiel sé besta lið sem hann hafi spilað með á ferlinum. „Liðið er ríkjandi Þýskalandsmeistari, bikarmeistari og Evrópumeistari og það væri erfitt fyrir mig að segja eitthvað annað. Ég hef spilað með mörgum góðum handboltamönnum um árin en í Kiel eru allir góðir. Þetta er án nokkurs vafa besta lið sem ég hef æft og spilað með." Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins en Guðjón Valur þekkir vel til hans, enda spilað undir hans stjórn í bæði Gummersbach og íslenska landsliðinu. „Hann er enn sami maðurinn og sami þjálfarinn," segir Guðjón Valur. „Hann hefur úr meiru að moða núna og er með betri leikmenn í höndunum. Annars ætla ég ekki að segja of mikið jákvætt eða neikvætt um hann," segir hann sposkur á svip. „Það kemur allt í bakið á mér," bætir hann við og hlær. Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hefur komið sér vel fyrir hjá Þýskalands- og Evrópumeisturum THW Kiel en þangað kom hann nú í sumar. Liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en það er þó enn taplaust á tímabilinu. Nú síðast komu góðir sigrar gegn sterkum liðum Hamburg og Flensburg. „Mér persónulega hefur gengið vel að aðlagast nýju liði enda er það oft auðveldara fyrir okkur hornamennina en aðra leikmenn. Við getum alltaf laumað okkur í okkar hraðaupphlaup," segir hann við Fréttablaðið. „Það er auðvitað gaman að spila með þessu liði – þetta er frábær klúbbur og mannskapurinn sömuleiðis." Óhætt er að fullyrða að félagið hafi minnst tvo leikmenn í heimsklassa í hverri stöðu en Guðjón Valur deilir sinni stöðu með þýska landsliðsmanninum Dominik Klein. „Ég þekki það vel að spila í liðum þar sem ríkir samkeppni í stöðum og er það ekkert óvenjulegt. Ég væri auðvitað til í að spila hverju einustu mínútu en miðað við hvað það er mikið álag í handboltanum í dag, með tilheyrandi ferðalögum, snýst þetta meira um samvinnu á milli leikmanna en samkeppni," áréttar hann. „Heilt á litið er ég búinn að spila ívið meira en hann og ég er mjög sáttur við mína stöðu," segir Guðjón Valur. Hann segir erfitt að neita því að Kiel sé besta lið sem hann hafi spilað með á ferlinum. „Liðið er ríkjandi Þýskalandsmeistari, bikarmeistari og Evrópumeistari og það væri erfitt fyrir mig að segja eitthvað annað. Ég hef spilað með mörgum góðum handboltamönnum um árin en í Kiel eru allir góðir. Þetta er án nokkurs vafa besta lið sem ég hef æft og spilað með." Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins en Guðjón Valur þekkir vel til hans, enda spilað undir hans stjórn í bæði Gummersbach og íslenska landsliðinu. „Hann er enn sami maðurinn og sami þjálfarinn," segir Guðjón Valur. „Hann hefur úr meiru að moða núna og er með betri leikmenn í höndunum. Annars ætla ég ekki að segja of mikið jákvætt eða neikvætt um hann," segir hann sposkur á svip. „Það kemur allt í bakið á mér," bætir hann við og hlær.
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira