Innlent

Siv hættir á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér í þingframboði fyrir alþingiskosningar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún birti á vefsíðu sinni í morgun. Siv hefur verið þingmaður frá árinu 1995 og meðal annars gegnt embætti umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra.

„Þótt ég muni sjálf ekki vera í eldlínunni í komandi kosningum mun ég leggja allt kapp á að Framsóknarflokkurinn fái góða kosningu um allt land. Sá flokkur hefur að mínu mati lykilhlutverki að gegna á komandi kjörtímabili. Ég hlakka til baráttunnar sem framundan er," segir Siv í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×