Viðskipti innlent

Nubo segir samkomulag í höfn um leigu Grímstaða á Fjöllum

Kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo segir að hann hafi náð samkomulagi um leiguna á Grímsstöðum á Fjöllum og að formlega verði samkomulagið undirritað í síðasta lagi fyrir október n.k.

Þetta kemur fram í viðtali við Nubo á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir hann að leiguverðið verði tæplega 7,8 milljónir dollara eða um einn milljarður króna eða um milljón dollurum minna en kaupverðið átti að vera.

Fram kemur í viðtalinu að Nubo hyggst fjárfesta í heild fyrir tæplega 200 milljónir dollara eða tæplega 25 milljarða kr. á Grímsstöðum á Fjöllum en þar ætlar hann m.a. að byggja hótel, 100 lúxusíbúðir eða villur fyrir sterkefnaða Kínverja og golfvöll.

Einnig ætlar hann að koma upp skemmti- eða fjallagarði eins og hann orðar það á hinu 300 ferkílómetra landi sem fylgir með í leigunni.

Fram kemur í viðtalinu að leigusamningurinn gildi til 40 ára með möguleika á framlengingu í 40 ár í viðbót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×