Handbolti

Óvænt töp hjá Berlin og Wetzlar

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Íslendingaliðin Füchse Berlin og Wetzlar töpuðu bæði frekar óvænt í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Wetzlar tapaði stórt, 35-26, fyrir Minden á meðan Berlin tapaði á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf, 27-28.

Liðin voru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar fyrir kvöldið en sigur Burgdorf skaut Wetzlar niður í sjötta sætið.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Minden í sigrinum óvænta. Fannar Friðgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Minden og Kári Kristján Kristjánsson eitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×