Björgvin Páll: Þeir voru eins og brjálæðingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 31. júlí 2012 11:13 Mynd/Valli Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sagði varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Túnis hafa verið með ólíkindum. Strákarnir höfðu betur, 32-22, eftir að hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleiknum. „Það var frábært svona snemma dags að sjá okkar menn taka svona ótrúlega vel á þessum gaurum. Þeir voru bara með dýr fyrir framan sig," sagði Björgvin Páll sem átti frábæran fyrri hálfleik eins og allir leikmenn íslenska liðsins. „Mitt verkefni var að halda mér heitum fyrstu mínúturnar því ég fékk bara tvö skot á mig. Strákarnir stoppuðu allt sem hægt var að stoppa og voru eins og brjálæðingar fyrir framan mig." „Þeir eiga stórt hrós skilið - hver einasti maður sem spilaði vörn í þessum fyrri hálfleik. Þetta var bara frábært og gulls ígildi fyrir mig sem markvörð að fá svona marga ókeypis bolta á mig," sagði hann. Björgvin Páll gerði þó sitt og varði til að mynda úr nokkrum dauðafæri sem og tveimur vítaskotum. „Maður er kominn í fílinginn eftir að hafa fengið nokkra ókeypis bolta. Þá koma þessir bónusboltar með sem er mikilvægt því ég þurfti að halda mér heitum - sérstaklega þar sem fyrstu mínúturnar voru erfiðar í leiknum." „Það var svo sérstaklega gott að halda áfram að byggja upp forystu og hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Það tók samt á og var ekkert auðvelt." Það gekk á ýmsu í leiknum og leikmenn Túnis beittu stundum fólskubrögðum til að reyna að stöðva Íslendinga. „Þeir spila mjög grófan handbolta og hafa gripið misgáfulegra aðgerða. En maður svarar því bara á einn hátt - spila bara enn betur og vera brjálaður í skapinu á móti." „Við vildum bara sýna hvað við getum og rúlla yfir þetta lið." Tengdar fréttir Umfjöllun: Túnis - Ísland 22-32 | Túnisar kláraðir á mettíma Íslenska karlalandsliðið í handbolta átti ekki í vandræðum með að leggja Túnis að velli á Ólympíuleikunum í London í morgun. Ísland var með mikla yfirburði og staðan var 19-8 í hálfleik. Lokatölur 32-22. 31. júlí 2012 00:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sagði varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Túnis hafa verið með ólíkindum. Strákarnir höfðu betur, 32-22, eftir að hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleiknum. „Það var frábært svona snemma dags að sjá okkar menn taka svona ótrúlega vel á þessum gaurum. Þeir voru bara með dýr fyrir framan sig," sagði Björgvin Páll sem átti frábæran fyrri hálfleik eins og allir leikmenn íslenska liðsins. „Mitt verkefni var að halda mér heitum fyrstu mínúturnar því ég fékk bara tvö skot á mig. Strákarnir stoppuðu allt sem hægt var að stoppa og voru eins og brjálæðingar fyrir framan mig." „Þeir eiga stórt hrós skilið - hver einasti maður sem spilaði vörn í þessum fyrri hálfleik. Þetta var bara frábært og gulls ígildi fyrir mig sem markvörð að fá svona marga ókeypis bolta á mig," sagði hann. Björgvin Páll gerði þó sitt og varði til að mynda úr nokkrum dauðafæri sem og tveimur vítaskotum. „Maður er kominn í fílinginn eftir að hafa fengið nokkra ókeypis bolta. Þá koma þessir bónusboltar með sem er mikilvægt því ég þurfti að halda mér heitum - sérstaklega þar sem fyrstu mínúturnar voru erfiðar í leiknum." „Það var svo sérstaklega gott að halda áfram að byggja upp forystu og hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Það tók samt á og var ekkert auðvelt." Það gekk á ýmsu í leiknum og leikmenn Túnis beittu stundum fólskubrögðum til að reyna að stöðva Íslendinga. „Þeir spila mjög grófan handbolta og hafa gripið misgáfulegra aðgerða. En maður svarar því bara á einn hátt - spila bara enn betur og vera brjálaður í skapinu á móti." „Við vildum bara sýna hvað við getum og rúlla yfir þetta lið."
Tengdar fréttir Umfjöllun: Túnis - Ísland 22-32 | Túnisar kláraðir á mettíma Íslenska karlalandsliðið í handbolta átti ekki í vandræðum með að leggja Túnis að velli á Ólympíuleikunum í London í morgun. Ísland var með mikla yfirburði og staðan var 19-8 í hálfleik. Lokatölur 32-22. 31. júlí 2012 00:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira
Umfjöllun: Túnis - Ísland 22-32 | Túnisar kláraðir á mettíma Íslenska karlalandsliðið í handbolta átti ekki í vandræðum með að leggja Túnis að velli á Ólympíuleikunum í London í morgun. Ísland var með mikla yfirburði og staðan var 19-8 í hálfleik. Lokatölur 32-22. 31. júlí 2012 00:01