Það var erfitt að missa af ferðinni til Peking Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júlí 2012 08:00 Vignir missti sæti sitt til Peking á elleftu stundu en fer með til London. fréttablaðið/vilhelm Línumaðurinn Vignir Svavarsson hefur í tvígang verið í undirbúningshópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleika en ekki enn farið á leikana. Fyrir leikana í Aþenu árið 2004 var hann ekki valinn í lokahópinn en fyrir leikana í Peking átti hann víst sæti í hópnum. Nokkrum dögum áður en velja átti hópinn dundi ógæfan yfir. Vignir reif magavöðva og gat ekki tekið þátt í silfurævintýrinu. „Þetta voru eiginlega mín fyrstu meiðsli á ferlinum. Þetta var virkilega súrt. Ég get ekki neitað því. Þetta var mjög erfitt," sagði Vignir er hann var beðinn um að rifja upp þennan erfiða tíma fyrir fjórum árum síðan. Hann fór fljótlega út til Þýskalands til þáverandi félags síns, Lemgo, og var þar á meðan strákarnir spiluðu í Peking. „Ég sá ekki leik fyrr en í átta liða úrslitunum. Þá var ég hættur að vera bitur og gat fagnað góðu gengi hjá drengjunum en fyrstu dagarnir voru erfiðir. Það var ekki verið að sýna íslensku leikina mikið í Þýskalandi og ég var ekkert sérstaklega að falast eftir því að sjá þá." Nú er aftur á móti loksins komið að því að línumaðurinn harði úr Hafnarfirði fái að vera með. „Það er virkilega góð tilfinning að vera að fara út og ég get ekki neitað því að ég er spenntur. Ég er líka ánægður að vera í hópnum því það var örugglega ekkert auðvelt fyrir Gumma að velja í þennan hóp," sagði Vignir en hann á ekki von á öðru en að upplifunin í London verði jákvæð. „Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara út í. Ég held samt að upplifunin að vera á Ólympíuleikum sé mjög sérstök og ég hlakka eiginlega mest til þess að fá að upplifa að vera á staðnum. Þegar ég komst í undirbúninginn fyrir Aþenu setti ég mér markmið að komast á ÓL fjórum árum seinna. Það gekk ekki eftir en þetta kemur vonandi núna eftir átta ára bið." Tengdar fréttir Guðmundur: Mjög erfitt að velja hópinn "Það var gríðarlega erfitt að velja hópinn og ekki síður erfitt að tjá þeim leikmönnum sem ekki fara með frá ákvörðun minni," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en hann tilkynnti í morgun hvaða 15 leikmenn hann tekur með sér á ÓL í London. 10. júlí 2012 11:02 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Línumaðurinn Vignir Svavarsson hefur í tvígang verið í undirbúningshópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleika en ekki enn farið á leikana. Fyrir leikana í Aþenu árið 2004 var hann ekki valinn í lokahópinn en fyrir leikana í Peking átti hann víst sæti í hópnum. Nokkrum dögum áður en velja átti hópinn dundi ógæfan yfir. Vignir reif magavöðva og gat ekki tekið þátt í silfurævintýrinu. „Þetta voru eiginlega mín fyrstu meiðsli á ferlinum. Þetta var virkilega súrt. Ég get ekki neitað því. Þetta var mjög erfitt," sagði Vignir er hann var beðinn um að rifja upp þennan erfiða tíma fyrir fjórum árum síðan. Hann fór fljótlega út til Þýskalands til þáverandi félags síns, Lemgo, og var þar á meðan strákarnir spiluðu í Peking. „Ég sá ekki leik fyrr en í átta liða úrslitunum. Þá var ég hættur að vera bitur og gat fagnað góðu gengi hjá drengjunum en fyrstu dagarnir voru erfiðir. Það var ekki verið að sýna íslensku leikina mikið í Þýskalandi og ég var ekkert sérstaklega að falast eftir því að sjá þá." Nú er aftur á móti loksins komið að því að línumaðurinn harði úr Hafnarfirði fái að vera með. „Það er virkilega góð tilfinning að vera að fara út og ég get ekki neitað því að ég er spenntur. Ég er líka ánægður að vera í hópnum því það var örugglega ekkert auðvelt fyrir Gumma að velja í þennan hóp," sagði Vignir en hann á ekki von á öðru en að upplifunin í London verði jákvæð. „Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara út í. Ég held samt að upplifunin að vera á Ólympíuleikum sé mjög sérstök og ég hlakka eiginlega mest til þess að fá að upplifa að vera á staðnum. Þegar ég komst í undirbúninginn fyrir Aþenu setti ég mér markmið að komast á ÓL fjórum árum seinna. Það gekk ekki eftir en þetta kemur vonandi núna eftir átta ára bið."
Tengdar fréttir Guðmundur: Mjög erfitt að velja hópinn "Það var gríðarlega erfitt að velja hópinn og ekki síður erfitt að tjá þeim leikmönnum sem ekki fara með frá ákvörðun minni," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en hann tilkynnti í morgun hvaða 15 leikmenn hann tekur með sér á ÓL í London. 10. júlí 2012 11:02 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Guðmundur: Mjög erfitt að velja hópinn "Það var gríðarlega erfitt að velja hópinn og ekki síður erfitt að tjá þeim leikmönnum sem ekki fara með frá ákvörðun minni," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en hann tilkynnti í morgun hvaða 15 leikmenn hann tekur með sér á ÓL í London. 10. júlí 2012 11:02