Vorveiðin í Elliðaánum byrjar rólega Trausti Hafliðason skrifar 1. maí 2012 15:55 Vera Ísafold var mjög ánægð með aflann í morgun en hún var með pabba sínum og afa við veiðar í Elliðaánum. Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu. Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði
Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði