Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina 14. júní 2012 15:10 Blanda þrefaldar sig: Dammurinn hefur gefið marga stórlaxa í byrjun tímabilsins. Mynd/Lax-á.is Meistari Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum hefur sent frá sér fyrstu veiðitölur sumarsins, og þó veiði sé aðeins hafin í fáum laxveiðiám þá eru tölurnar engu að síður allrar athygli verðar. „Þetta sumar fer vel af stað fyrir þá, sem byrjað hafa heyskap", segir Þorsteinn og heldur áfram: „Veiðimenn þrá aftur á móti dálitla rigningu. Þó svo að snjór sé meiri í fjöllum en mörg undanfarin vor, þá eru ár nú vatnslitlar, að minnsta kosti á vesturhluta landsins. Samt er laxinn mættur til leiks." Tölur Þorsteins frá Blöndu og Norðurá eru athyglisverðar. Norðurá er komin með 57 laxa á land en þeir voru 26 á sama tíma í fyrra. Blanda hefur bætt sig verulega frá fyrra ári með 47 laxa á þurru en þeir voru aðeins sextán á sama tíma í fyrra. Þorsteinn greinir frá því veiði hófst í Þverá í Borgarfirði 13. júní og náðust fjórir laxar fyrsta daginn. Kjarrá verður svo opnuð á morgun. „Þetta verður að teljast ágæt byrjun á veiðisumrinu, þó ekki nái hún þeim metum, sem sett voru sumarið 2010. Næstu veiðitölur birtast svo hér að kvöldi þess 20. júní, og þá úr mun fleiri ám en nú", segir Þorsteinn. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði
Meistari Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum hefur sent frá sér fyrstu veiðitölur sumarsins, og þó veiði sé aðeins hafin í fáum laxveiðiám þá eru tölurnar engu að síður allrar athygli verðar. „Þetta sumar fer vel af stað fyrir þá, sem byrjað hafa heyskap", segir Þorsteinn og heldur áfram: „Veiðimenn þrá aftur á móti dálitla rigningu. Þó svo að snjór sé meiri í fjöllum en mörg undanfarin vor, þá eru ár nú vatnslitlar, að minnsta kosti á vesturhluta landsins. Samt er laxinn mættur til leiks." Tölur Þorsteins frá Blöndu og Norðurá eru athyglisverðar. Norðurá er komin með 57 laxa á land en þeir voru 26 á sama tíma í fyrra. Blanda hefur bætt sig verulega frá fyrra ári með 47 laxa á þurru en þeir voru aðeins sextán á sama tíma í fyrra. Þorsteinn greinir frá því veiði hófst í Þverá í Borgarfirði 13. júní og náðust fjórir laxar fyrsta daginn. Kjarrá verður svo opnuð á morgun. „Þetta verður að teljast ágæt byrjun á veiðisumrinu, þó ekki nái hún þeim metum, sem sett voru sumarið 2010. Næstu veiðitölur birtast svo hér að kvöldi þess 20. júní, og þá úr mun fleiri ám en nú", segir Þorsteinn. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði